Hólaskjól í Lambaskarðshólum er afdrep fyrir ferðalanga á Fjallabaksleiðum nyrðri og syðri (Landmannaleið og Miðvegi) í mjög fögru umhverfi rétt sunnan Eldgjár, Syðri-Ófæru og vestan Skaftár.
Þarna geta gestir hvílt lúin bein, skoðað umhverfið nánar og notið þjónustu Kynnisferða, sem bjóða daglegar ferðir á sumrin milli Skaftafells og Landmanna-lauga með viðkomu í Hólaskjóli, bæði til og frá Laugum.