Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ófæra við Eldgjá

Ófæra. Nyrðri- og Syðri-Ófæra falla báðar í Skaftá úr Eldgjá. Hin nyrðri kemur upp í Blautulónum,  eldgja ofærufossnorðan undan Skælingum. Fyrst rennur hún um breiðar leirur og svo ofan í Eldgjá í tveimur fallegum fossum. Svo liggur leið hennar suður Elgjá og út um skarð til Skaftár. Hin syðri á upptök sín í Ófærudal austan Torfajökuls. Út úr Eldgjá fellur hún í miklu gili, Hánípugili, með fögrum fossi niður á Hánípufit og í Skaftá. Þessar ár verða ekki vatnsmiklar nema í miklum leysingum og vatnavöxtum.

Myndasafn

Í grend

Eldgjá
Eldgjá er u.þ.b. 40 km löng gossprunga norður frá Mýrdalsjökli að Gjátindi og norðan hans má rekja hana að Uxatindum. Hún er einstakt náttúrufyrirbæri…
Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökul…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar. Álftavatn Arnardalur Arnarfell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )