Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Landmannahellir

Landmannahellir er í móbergsfellinu Hellisfjalli sunnan Löðmunds og vestan Löðmundarvatns. Hann er 4 m hár, 8 m breiður og 14 m langur. Ferðamenn og gangnamenn áttu þar skjól á leið sinni um Landmannaleið (Dómadalsleið). Vestan hellismunnans var reist sæluhús og nú er ferðalöngum boðin gisti- og matreiðsluaðstaða í nýlegum gistiskála. Sumir telja sig verða vara við draugagang á þessum slóðum. Nokkuð er um að veiðimenn dvelji í skálanum á sumrin. Veiði- og hestamenn og göngufólk eru tíðir gestir.

GPS: N64 03.043 W19 13.482

Myndasafn

Í grend

Dómadalsleið
Dómadalsleið er vestasti hluti hinnar gömlu Landmannaleiðar, sem er tíðast kölluð Fjallabaksleið nyrðri. Hún liggur austur úr Sölvahrauni ...
Hellismannaleið
Gönguleiðin Hellismannaleið Gönguvegalengdin er samtals um 55 km. Hér er henni skipt í þrjá þægilega áfanga. Hún hefst í Landmannalaugum ...
Landmannalaugar
Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )