Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Landmannahellir

Landmannalaugar

Landmannahellir
Ferðavísir:

Sigalda (F-208) 27 km, Vegamót (26/F-225) 29 km <Landmannahellir> Landmannalaugar 20 km. Eldgjá 41 km, Klaustur 120 km.

Landmannahellir er í móbergsfellinu Hellisfjalli sunnan Löðmunds og vestan Löðmundarvatns. Hann er 4 m hár, 8 m breiður og 14 m langur. Ferðamenn og gangnamenn áttu þar skjól á leið sinni um Landmannaleið (Dómadalsleið). Sumir telja sig verða vara við draugagang á þessum slóðum.

Vestan hellismunnans var reist sæluhús og nú er ferðalöngum boðin gisti- og matreiðsluaðstaða í nýlegum gistiskálum. Nokkuð er um að veiðimenn dvelji í skálanum á sumrin. Veiði- og hestamenn og göngufólk eru tíðir gestir.

GPS: N64 03.043 W19 13.482

Myndasafn

Í grennd

Dómadalsleið
Dómadalsleið Ferðavísir Leirubakki 50 km | Hella 92 km R 26 <- Dómadalsleið -Route 225 Landmannaleið-> | Landmannalaugar 40 km Dómadalsleið …
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Hellismannaleið
Gönguleiðin Hellismannaleið Gönguvegalengdin er samtals um 55 km. Hér er henni skipt í þrjá þægilega áfanga. Hún hefst í Landmannalaugum og endar á R…
Landmannahellir Ferðaþjónusta
Ferðaþjónustan Landmannahellir ehf. er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hesta og ferðafólk. Fyrir hrossin …
Landmannalaugar
Landmannalaugar Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )