Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vatnajökulsþjóðgarður

Hvannadalshnjúkur

Vatnajökulsþjóðgarður / Skaftafell /Jökulsárgljúfur var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær í upphafi yfir 12.000 ferkílómetra svæði (12% landsins) en mun stækka í framtíðinni. Hann er þegar við stofnun hinn stærsti í Evrópu. Hinn 10. nóvember 2006 samþykkti Alþingi frumvarp um stofnun hans síðla árs 2007 eða í upphafi árs 2008. Hann nær yfir þjóðgarðana Skaftafell og Jökulsárgljúfur og næstum allan Vatnajökul og áhrifasvæði hans, Hágönguhraun, Veiðivatnahraun, Vesturöræfi, Snæfell, Eyjabakka og hluta Hrauns norðan jökuls. Mestur hlutil lands innan þjóðgarðsins er ríkiseign.

Stjórn þjóðgarðsins nær einnig yfir nokkur náttúruverndarsvæði, sem verða hluti hans í framtíðinni.

Gestastofur eru í Ásbyrgi, við Mývatn, að Skriðuklaustri, á Höfn, í Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri.

Aðsetur Landvarða eru við Drekagil í Dyngjufjöllum, í Herðubreiðarlindum, Kverkfjöllum, Hvannalindum, við Snæfell, á Lónsöræfum, á Heinabergssvæðinu, við Hrauneyjar, í Nýjadal/Jökuldal, Vonarskarði og Langasjávarsvæðið.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þingvellir
Þjóðgarðurinn Þingvellir Sögufrægasti staður landsins er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá hæst og þingið forna við Öxará. Þingvallaþjóðg…
Þjóðgarðar Íslands
Þingvellir (1928) er sögufrægasti staður landsins og er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá  hæst og hinn forna þingstað við Öxará. Þingvall…
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt   svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum …
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðal…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )