Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vonarskarð

sprengisandur

Vonarskarð er á milli Bárðarbungu (2000m) í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls (900-940 m.y.s.). Nafn þess er talið vera frá landnámsöld, þegar Bárður Heyjangurs-Bjarnason, landnámsmaður í Bárðardal fór suður Bárðargötu með allt sitt hafurtask að vetri til. Hann fann að sunnanvindar voru hlýir í Bárðardalnum og ákvað að flytja suður í þeirri von að þar væru búsetuskilyrði hagstæðari. Hann nam þar Fljótshverfi og bjó að Gnúpum (Gnúpa-Bárður). Í Vonarskarði eru vatnaskil Skjálfandafljóts og Köldukvíslar á flötum söndum. Þar er líka athyglisvert háhitasvæði. Margir, sem gista í Nýjadal, gefa sér tíma til að ganga upp eftir öllum Nýjadal / Jökuldal inn í Vonarskarð. Einnig er gaman að ganga upp á Tungnafellsjökul frá Nýjadal.

Ekki er hægt að minnast á Vonarskarð án þess að rifja upp frægasta erindið úr kvæðinu Áfangar eftir Jón Helgason:

Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði
mér er þó löngum meira í hug
melgrasskúfurinn harði
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 varð Vonarskarð eitt aðsetra þjóðgarðsvarða.

Myndasafn

Í grend

Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )