Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Nýidalur

nyidalur

Nýidalur er sunnan í Tungnafellsjökli með mynni mót vestri. Hann liggur í boga til suðurs og síðan til norðurs. Nýjadalsá er upphaf Fjórðungskvíslar. Hún rennur norðan skála Ferðafélags Íslands (1967) og getur orðið varasöm í leysingum og rigningatíð. Fimm kílómetrum norðan skálanna er Tómasarhagi og Hagakvísl, sem getur líka orðið skeinuhætt við sömu veðurskilyrði. Norðan Hagakvíslar eru vegamót Gæsavatnaleiðar.

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 varð Nýidalur/Jökuldalur eitt aðsetra þjóðgarðsvarða.

Tómasarhagi og Hagakvísl eru 5 km norðan Nýjadals/Jökuldals og sunnan Fjórðungsöldu og Fjórðungsvatns, rétt hjá afleggjaranum inn á Gæsavatnaleið. Haginn er rýr gróðurflesja norðvestan Tungnafellsjökuls, sunnan Hagakvíslar, sem rennur til Fjórðungskvíslar og í Þjórsá. Þennan blett fann séra Tómas Sæmundsson 1835, þegar hann villtist af leið suður Sprengisand. Jónas Hallgrímsson orti af þessu tilefni:

Tindrar úr Tungnafellsjökli
Tómasarhagi þar,
algrænn á eyðisöndum
er einn til fróunar.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Bóka gistingu
Nýidalur

1. júlí – 31. ágúst
Adult / Sleepinbag : Ikr. 12.000.00
Children 7-15 years :  (50.0%)

Camping Nyidalur
Price Per person.
Ikr. 2800.-

Ferðafélag Íslands
  Mörkin 6, 108 Reykjavík.

Tel: +354-860-3334

E-mail: fi@fi.is

 

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir um Nýjadal
Nýidalur er er sunnan í Tungnafellsjökli á miðri Sprengisandsleið. Ferðafélag Íslands hefur byggt upp gistiaðstöðu þar og hafa þjóðgarðsverðir Vatnajö…
Hágöngur
Hágöngur eru tvær, Nyrðri- og Syðri-. Þær eru úr ljósgrýti (ríólíti), brattar og keilulaga. Þær eru mjög áberandi í landslaginu, þar sem þær standa ei…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…
Sprengisandur, Nýidalur eins og var
Nýidalur eins og var.  !! Glaugst er gest auga!! ÍSLANDSFERÐ 1973 JOACHIM DORENBECK Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugreksta…
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður / Skaftafell /Jökulsárgljúfur var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær í upphafi yfir 12.000 ferkílómetra svæði (12% landsins) en mu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )