Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fjórðungsalda

Fjórðungsalda (972m) er mjög veðruð grágrýtisdyngja rétt norðan við miðju Sprengisands. Hún kemst næst því allra fjalla að vera í miðju landsins.

Vestan undir henni er Fjórðungsvatn og vegurinn er rétt vestan þess. Vatnið er svo grunnt, að það getur horfið í mikilli þurrkatíð. Skammt frá vatninu eru vegamót. Þaðan liggja leiðir norður og suður Sand, niður í Eyjafjarðardal, að Laugafelli, niður í Skagafjörð og áfram norðan Hofsjökuls út á Kjalveg.

Myndasafn

Í grend

Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar. Álftavatn Arnardalur ...
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )