Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Árnes, Þjórsárdalur

Árnes

Árnes er samheiti fyrir eyju ( Hagaey ) í Þjórsá, félagsheimili, byggð í kringum það og skóla við veginn áleiðis til Gaukshöfða, Þjórsárdals og Búrfells í Gnúpverjahreppi. Á eyjunni var áður þing sýslunnar, sem dregur nafn af henni, en hún var landföst áður en kvísl úr Þjórsá sló sér austur fyrir hana. Enn þá sjást merki um mannvirki þar, sem líkjast dómhring og örnefnin Þinghóll og Gálgaklettar styrkja þessa kenningu. Í vesturkvíslinni, sem er vatnslítil, er Hestafoss og í meginkvíslinni, hinni austari, er Búðafoss eða Búði við efsta hluta Árnessins. Þar eru margar búðatóttir. Eyjan hefur blásið mikið upp og er ekki nytjamikil. Minjar þar eru friðlýstar. Skemmtileg og falleg hliðarleið liggur upp frá byggðinni, norðan Miðfells og tengist aðalveginum aftur á móts við Hagaey í Þjórsá. Skammur vegur er þaðan til Gaukshöfða og Þjórsárdals.

Í félagsheimilinu Árnesi er Þjórsárstofa til húsa. Markmið Þjórsárstofu er að miðla fróðleik og upplýsingum um náttúruna, fólkið, söguna og þá þjónustu sem er að finna á Þjórsársvæðinu, með Þjórsá sjálfa sem meginþema.

Vegalendin frá Reykjavík er um 95 km.

Ferðast og fræðast

Myndasafn

Í grennd

Búrfell
Búrfell er 669 metra hár móbergstapi í Þjórsárdal. (Það er til nokkrar skýringar á nafninu og er ein sú að það tengist matargeymslu) Fjallið hefur myn…
Búrfellsvirkjun
Búrfellsvirkjun (Búrfellsstöð) er vatnsaflsvirkjun í Þjórsá utarlega í Þjórsárdal í Gnúpverjahreppi kennd   við fjallið Búrfell. Virkjunin var fyrsta …
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Gaukshöfði, Þjórsárdal
Gaukshöfði heitir eftir Gauki trandli á Stöng. Höfðinn er neðst í Þjórsárdal og Þjórsá rennur meðfram honum. Við höfðann er vað á Þjórsá, þegar lítið …
Gjáin Þjórsárdal
, innarlega í Þjórsárdal, er meðal fegurstu vinja í jaðri hálendisins. Gjárfoss í Rauðá, aðrir fossar og   iðjagrænt umhverfið, ljá þessari perlu mikl…
Hagaey
Á Hagaey var áður þing sýslunnar, sem dregur nafn af henni, en hún var landföst áður en kvísl úr Þjórsá sló sér austur fyrir hana. Enn þá sjást merki …
Háifoss
Háifoss í Fossá í Þjórsárdal er 122 m hár og líklega þriðji hæsti foss landsins. Allt fram undir aldamótin 1900 var fossinn nafnlaus, en þá tók Dr. He…
Hjálparfoss
Hjálparfoss er tvöfaldur foss neðst í Fossá í Þjórsárdal, rétt áður en hún sameinast Þjórsá. Svæðið  umhverfis hann heitir Hjálp og er tiltölulega gró…
Hrauneyjar – Sigalda – Versalir
Hrauneyjar eru svæði sunnan Tungnár, þar sem Hrauneyjarfell er og Hrauneyjarfoss var áður en áin var  neðan við Fossöldu norðan ár. Áin var stífluð a…
Illdeilur og morð á Suðurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á Sudurlandi Apavatn Áshildarmýri Bergþórshvoll Galdrar og galdrabr…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Stöng
Stöng í Þjórsárdal mun hafa eyðzt í Heklugosi árið 1104 ásamt fjölda annarra bæja í dalnum. Þetta er   fyrsta gosið í Heklu, sem getið er um eftir lan…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
Tjaldstæðið Árnes Þjórsárdal
Tjaldsvæðið Árnesi er stutt frá mörgum af helstu náttúruperlum Þjórsárdals. Á svæðinu er leikvöllur, sundlaug og fótboltavöllur. Þjónusta í boði S…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …
Þjóðveldisbærinn
Þjóðveldisbærinn (1974-1977) undir Sámsstaðamúla er tilraun til þess að endurreisa á sem  trúverðugastan hátt stórbýli frá því um 1100. Grunnmyndin af…
Þjórsárdalur
Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum. Þjóðveldisbærinn v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )