Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hagaey

Á Hagaey var áður þing sýslunnar, sem dregur nafn af henni, en hún var landföst áður en kvísl úr Þjórsá sló sér austur fyrir hana. Enn þá sjást merki um mannvirki þar, sem líkjast dómhring og örnefnin Þinghóll og Gálgaklettar styrkja þessa kenningu. Í vesturkvíslinni, sem er vatnslítil, er Hestafoss og í meginkvíslinni, hinni austari, er Búðafoss eða Búði við efsta hluta Árnessins. Þar eru margar búðatóttir. Eyjan hefur blásið mikið upp og er ekki nytjamikil. Minjar þar eru friðlýstar.

Virkjanir:

Vatn sem rennur um Hvammsvirkjun( Hagaey) áður verið nýtt til orkuvinnslu í sex aflstöðvum sem staðsettar eru ofar á svæðinu.

Við árnar eru Búrfells-Sultartanga-, Hrauneyjafoss– og Sigölduvirkjanir.

Ferðast og fræðast.

Myndasafn

Í grennd

Árnes, Þjórsárdalur
Árnes er samheiti fyrir eyju ( Hagaey ) í Þjórsá, félagsheimili, byggð í kringum það og skóla við veginn áleiðis til Gaukshöfða, Þjórsárdals og Búrfel…
Gaukshöfði, Þjórsárdal
Gaukshöfði heitir eftir Gauki trandli á Stöng. Höfðinn er neðst í Þjórsárdal og Þjórsá rennur meðfram honum. Við höfðann er vað á Þjórsá, þegar lítið …
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
Þjórsárdalur
Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum. Þjóðveldisbærinn v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )