Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gaukshöfði, Þjórsárdal

Gaukshöfði heitir eftir Gauki trandli á Stöng. Höfðinn er neðst í Þjórsárdal og Þjórsá rennur meðfram honum. Við höfðann er vað á Þjórsá, þegar lítið er í henni, og ofan af honum er útsýni gott til Heklu og víðar á góðum degi.

Gaukur á stöng var talinn vera í hópi fræknustu manna á sínum tíma. Ásgrímur   Elliðagrímsson, fóstbróðir hans, er sagður hafa verið banamaður hans og vegið hann á Gaukshöfða. Ástæðan var sú, að Gaukur gerði sér of dælt við systur Ásgríms. Bein og vopn fundust framan undan höfðanum á 19. öld. Þjóðvegurinn lá yfir höfðann áður en hann var færður niður fyrir hann meðfram Þjórsá.

Myndasafn

Í grennd

Árnes, Þjórsárdalur
Árnes er samheiti fyrir eyju ( Hagaey ) í Þjórsá, félagsheimili, byggð í kringum það og skóla við veginn áleiðis til Gaukshöfða, Þjórsárdals og Búrfel…
Illdeilur og morð á Suðurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á Sudurlandi Apavatn Áshildarmýri Bergþórshvoll Galdrar og galdrabr…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þjórsárdalur
Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum. Þjóðveldisbærinn v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )