Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gaukshöfði

Gaukshöfði heitir eftir Gauki trandli á Stöng. Höfðinn er neðst í Þjórsárdal og Þjórsá rennur meðfram honum. Við höfðann er vað á Þjórsá, þegar lítið er í henni, og ofan af honum er útsýni gott til Heklu og víðar á góðum degi.

Gaukur á stöng var talinn vera í hópi fræknustu manna á sínum tíma. Ásgrímur   Elliðagrímsson, fóstbróðir hans, er sagður hafa verið banamaður hans og vegið hann á Gaukshöfða. Ástæðan var sú, að Gaukur gerði sér of dælt við systur Ásgríms. Bein og vopn fundust framan undan höfðanum á 19. öld. Þjóðvegurinn lá yfir höfðann áður en hann var færður niður fyrir hann meðfram Þjórsá.

Myndasafn

Í grend

Árnes, Þjórsárdalur
Árnes er samheiti fyrir eyju ( Hagaey ) í Þjórsá, félagsheimili, byggð í kringum það og skóla við veginn áleiðis til Gaukshöfða, Þjórsárdals og Búrfel…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þjórsárdalur
Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum. Þjóðveldisbærinn v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )