Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Búrfellsvirkjun

Búrfellsstöð

Búrfellsvirkjun (Búrfellsstöð) er vatnsaflsvirkjun í Þjórsá utarlega í Þjórsárdal í Gnúpverjahreppi kennd   við fjallið Búrfell. Virkjunin var fyrsta stórvirkjun Íslendinga og markaði upphaf svonefndrar stóriðjustefnu. Uppsett afl hennar árið 2010 var 210 mW. Líkt og með Kárahnjúkavirkjun, sem tók við af Búrfellsvirkjun sem stærsta og aflmesta virkjun landsins, þurfti að flytja inn talsvert af erlendu vinnuafli við byggingu og uppsetningu Búrfellsvirkjunar. Aðrennslisgöng lónsins að Búrfellsstöð eru svo u.þ.b. 1,5 km löng og staðsett í vesturenda lónsins, fallhæðin er 115 m. Frá virkjunarstöðinni rennur vatnið í Fossá sem svo sameinast Þjórsá 2 km sunnar.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Búrfellsstöð 2
Hlutverk Búrfellsstöðvar II er að styrkja og hámarka nýtingu rennslis Þjórsár við Búrfell, enda nýtir stöðin sama miðlunalón, mannvirki og tengingar v…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Sultartangarlón
Þjórsá og Tungnaá voru stíflaðar rétt austan Sandafells, u.þ.b. einum kílómetra norðan ármótanna, á 1982-84 og uppistöðulónið er 297 metrum ofan sjáv…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …
Þjórsárdalur
Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum. Þjóðveldisbærinn v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )