Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stöng

Bærinn að Stöng

Stöng í Þjórsárdal mun hafa eyðzt í Heklugosi árið 1104 ásamt fjölda annarra bæja í dalnum. Þetta er   fyrsta gosið í Heklu, sem getið er um eftir landnám. Árið 1939 fór hópur norrænna fornleifafræðinga á stúfana í Þjórsárdal og uppgötvuðu margt merkilegt, s.s. húsaskipan. Þótt grafið væri víða, var ákveðið að reyna að varðveita uppgröftinn á Stöng og byggt yfir hann, þannig að gestir og gangandi gætu gert sér grein fyrir híbýlum manna á söguöld.

Þjóðveldisbærinn, sem var byggður í dalnum 1974-77, var gerður með Stöng sem fyrirmynd. Talið er að Gaukur trandill hafi búið á Stöng á 10. öld og að húsfreyjan á Steinastöðum, sem stóðu nokkuð ofar, hafi verið ástkona hans, enda segir í vísunni:

Þá var öldin önnur,
er Gaukur bjó í Stöng,
Þá var ei til Steinastaða
leiðin löng.

 

Myndasafn

Í grennd

Árnes, Þjórsárdalur
Árnes er samheiti fyrir eyju ( Hagaey ) í Þjórsá, félagsheimili, byggð í kringum það og skóla við veginn áleiðis til Gaukshöfða, Þjórsárdals og Búrfel…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þjórsárdalur
Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum. Þjóðveldisbærinn v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )