Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gjáin Þjórsárdal

, innarlega í Þjórsárdal, er meðal fegurstu vinja í jaðri hálendisins. Gjárfoss í Rauðá, aðrir fossar og   iðjagrænt umhverfið, ljá þessari perlu mikla fegurð og aðdráttarafl. Líklegt er, að Þjórsá hafi myndað Gjána, þegar hún rann þarna um. Varnargarðurinn milli Sandafells og Skeljafells varnar ánni að renna þarna um.

Eitt hinna yngri Tungnaárhrauna hefur náð að falla fram úr gjánni og skilja eftir hraunlög í botni, á veggjum og brúnum Gjárinnar. Þar gefur að líta áhugaverðar hraunmyndanir. Það er upplagt að ganga á u.þ.b. 10 mínútum inn í Gjána frá Stöng eða aka upp með henni og ganga niður í hana frá frábærum útsýnisstað við veginn, sem liggur upp á Haf.

Myndasafn

Í grennd

Þjórsárdalur
Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum. Þjóðveldisbærinn v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )