Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gæsavatnaleið

Dyngjháls

Nú á dögum eru fáar fjallaleiðir eftir fyrir þá, sem kæra sig ekki um uppbyggða vegi og brýr yfir allar . Gæsavatnaleið liggur frá Tómasarhaga og Hagakvísl á Sprengisandsleið að Drekagili í Dyngjufjöllum. Komi fólk að vestan er um tvær leiðir að velja í Vonarskarði, annars vegar yfir brú á Skjálfandafljóti, norðan ármóta Rjúpnabrekkukvíslar og um hraunið norðan Trölladyngju. Þetta er ekki hin rétta Gæsavatnaleið. Hún liggur sunnar og nær jöklinum. Sé hún valin, þarf að leita að vaði á Skjálfandafljóti og Rjúpnabrekkukvísl og fara með fullri gát, því að báðar árnar geta verið hættulegir farartálmar. Síðan er farið um Gæsavötn, yfir Dyngjuháls, fram hjá Kistufelli, yfir Urðarháls og Flæður austan hans í átt að Holuhrauni, unz komið er að Svartá, Vaðöldu og Drekagili. Gæsavatnaleið er stundum erfið vegna snjófyrninga, einkum austan í Dyngjuhálsi, og seinfarin (u.þ.b. 9 klst. milli Nýjadals og Drekagils). Hún er einungis fær góðum fjallabílum og bezt er að vera með vönum mönnum, þegar farið er í fyrsta skipti.

Leirurnar eða Flæðurnar austan Urðarháls eru varasamar óreyndum ökumönnum. Þar þýðir ekki annað en að aka óhikað og viðstöðulaust í lágu fjórhjóladrifi í fyrsta gír. Þar flæðir fram yfirborðsvatn af jöklinum, einkum síðdegis á hlýjum dögum. Því er ákjósanlegra að fara þar um snemma dags. Oft lendir ferðafólk á þessum slóðum í sandstormi og sér ekki spönn frá rassi. Þá er gott að hafa áttavita við höndina eða GPS-punkta til að aka rétta leið. Þegar yfir er komið, er stefnan sett á vestanverða Vaðöldu og milli hennar og Dyngjuvatns að Dreka, skála Ferðafélags Akureyrar við Drekagil. Vestan Vaðöldu kemur bergvatnsáin Svartá upp úr sandinum og rétt áður en hún sameinast kvíslum Jökulsár á Fjöllum er fallegur foss, sem hefur verið nefndur Skínandi. Það er ógleymanlegt ævintýri að fara þessa leið á góðum degi

Kort Gæsavatnaleið

Myndasafn

Í grennd

Askja Dyngjufjöll
Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin…
Bárðarbunga
Bárðarbunga er í norðvestanverðum Vatnajökli. Hún er tæplega 2000 m há, annar hæsti staður landsins,  og þverhnípt upp frá Vonarskarði. Aðalskriðjökul…
Dyngjuháls
Sprungusveimur Dyngjuháls er lítt kannaður en er talinn vera u.þ.b. 10 km breiður og 25-50 km langur um Trölladyngju allt að Dyngjufjöllum. Hann teygi…
Gæsavötn
Gæsavötn eru tvær tjarnir við jaðar Dyngjuháls vestanverðs í 920-940 m hæð yfir sjó. Þar eru smágróðurblettir á vatnsbökkunum, einkum túnvingull, gras…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Hrossaborg
Hrossaborg er annar tveggja þekktra, samkynja gjóskugíga á Norðausturlandi. Hinn er Hverfjall í   Mývatnssveit. Báðir eru myndaðir í tengslum við þeyt…
Kistufell
Kistufell er 1444 m hátt móbergsfjall við miðjan Dyngjujökul. Árið 1950 brotlenti skymasterflugvélin Geysir á Bárðarbungu og mannbjörg varð. Björguna…
Marteinsflæða (Hitulaug)
Marteinsflæða (Hitulaug) er norðan Gæsavatna og um hana liggur jeppaslóð alla leið niður í Bárðardal austan Skjálfandafljóts. Þetta svæði skiptist í …
Nýidalur
Nýidalur er sunnan í Tungnafellsjökli með mynni mót vestri. Hann liggur í boga til suðurs og síðan til norðurs. Nýjadalsá er upphaf Fjórðungskvíslar. …
Ódáðahraun
Ódáðahraun er stærsta samfellda hraunbreiða landsins. Mörk þess eru Vatnajökull og Vonarskarð að     sunnan, Skjálfandafljót að vestan, Jökulsá á Fjöl…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )