Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dyngjuháls

Dyngjháls

Sprungusveimur Dyngjuháls er lítt kannaður en er talinn vera u.þ.b. 10 km breiður og 25-50 km langur um Trölladyngju allt að Dyngjufjöllum. Hann teygist undir vesturhluta Dyngjujökuls í átt að Bárðarbungu. Eftir hálsinum endilöngum liggja e.t.v. átta gígaraðir, þannig að þetta litla svæði mun vera hið eldbrunnasta á landinu.

Eldsprungurnar á Dyngjuhálsi eru 5-10 km langar og framhald þeirra er að finna norðan Trölladyngju. Frá þessum sprungum hafa runnið hraun suðvestur í Vonarskarð og norður með Skjálfandafljóti niður í Marteinsflæðu og Hraunárdal. Mest ber á stórum og smáum gjallgígum. Athuganir hafa leitt í ljós öskulög frá þessu svæði víða um land, þannig að hægt er að skjóta stoðum undir eldvirkni á nútíma og sögulegum tíma.

Kattarbúðir á myndinni hér, þegar Dyngjujökull gekk fram í kringum 1980. Baldur Sigurðsson frá Akureyri, sem gerði út snjóbíla frá Gæsavötnum bjó í tjaldi inni í honum áður en byggingu skálans við Gæsavötn lauk.
Meira:
Trölladyngja (1459m) er gríðarstór hraunskjöldur í beinu framhaldi af Dyngjuhálsi, sem kemur undan Dyngjujökli. Hann myndar tengsl milli eldvirkra svæða undir Vatnajökli (Grímsvötn, Bárðarbunga) og Trölladyngju. Hún er talin mesta gosdyngja landsins, 10 km að þvermáli með 1200-1500 m langri, 500 m breiðri og 100 m djúpri gígskál. Hraun runnu frá henni til allra átta en mest til vesturs og norðurs. Líklega er mestur hluti Frambruna frá henni runninn og einnig hraunið niður allan Bárðardal að Þingey. Þorvaldur Thoroddsen á heiðurinn af nafni fjallsins en það var fyrrum nefnt Skjaldbreiður. Dyngjufjöll voru fyrrum nefnd Trölladyngjur. Nýja Gæsavatnaleiðin liggur um mjög seinfarna slóð norðan Trölladyngju og þar verður að gæta þess vel að skemma ekki dekk.

Myndasafn

Í grennd

Askja Dyngjufjöll
Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin…
Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Holuhraun
Holuhraun eldgos Holuhraun kom líklega úr gígaröðum við jaðar Dyngjujökuls og í hrauninu sjálfu, nokkuð norðar. Það er úfið og illt yfirferðar sunnan…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )