Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Askja Dyngjufjöll

Askja

Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin eru brött og giljum skorin og aðalefnið í þeim er móberg. Austan í þeim er Drekagil og fyrir gilkjaftinum stendur Dreki, skáli Ferðafélags Akureyrar, sem var reistur 2004. skálinn, frá 1968 var rifinn. Þetta landsvæði er ákaflega gróðursnautt. Mesta gosið, sem vitað er um á sögulegum tíma, varð árið 1875 (þá myndaðist Öskjuvatn og Víti). Öskufall þess á Austurland lagði m.a. byggð á Jökuldalsheiði í eyði og varð víða vart á norðanverðu meginlandi Evrópu. Eftir Öskjugosið 1875 fluttu fjöldi Íslendinga til Vesturheims.
(Mesta eldgos, sem sögur fara af á jörðinni, varð á eyjunni Sumabawa)
Vitað er um fjölda gosa í Öskju, s.s. árin 1921 (Bátshraun), 1922 (Mývetningahraun 2,2 ferkm.), 1922-23 (Kvíslahraun og Suðurbotnahraun), 1926 (gjallkeila í Öskjuvatni) og 1926-30 (Þorvaldshraun). Gos varð í Öskjuopi árið 1961 (Vikraborgir; Vikrahraun). Vegur liggur yfir nýja hraunið á löngum kafla að bílastæði í Öskjuopi.

Þaðan er síðan gengið inn að dýpsta vatni landsins, Öskjuvatni, og Víti, þar sem margir baða sig gjarnan í brennisteinsmenguðu vatninu. Öskjuvatn myndaðist í gosinu 1875. Það er óhætt að fullyrða, að Askja hefur sérkennileg og ógleymanleg áhrif á flesta, sem koma þangað. Frá Drekaskála liggja jeppaslóðar vestur um Gæsavatnaleið, norður um Dyngjufjalladal að Mývatni eða niður í Bárðardal, norður með austanverðu Skjálfandafljóti að Gæsavötnum, suður að Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga, yfir brú í Krepputungu alla leið að Sigurðarskála í Kverkfjöllum (norður á þjóðveg #1 í Möðrudal; austur að Jökulsá á Brú) og austur að Herðubreiðarlindum og upp á þjóðveg á Mývatnsöræfum. Á sumrin eru daglegar ferðir frá Mývatni í Öskju.

Sunnan og suðaustan Drekagils er dyngjan Vaðalda. Milli hennar og Dyngjufjalla er grunnt stöðuvatn, Dyngjuvatn. Það er stærst, u.þ.b. 6 km langt, eftir vorleysingar, en getur horfið í þurrkatíð. Þarna var ekki vatn fyrir miðja 19. öld, en árið 1875 sáu landleitarmenn þarna smápolla. Þorvaldur Thoroddsen sá þarna stórt stöðuvatn 1884 og taldi, að það hefði verið mun stærra. Líklega varð það til eftir vikurfallið í gosinu 1875.

Suðvestan Vaðöldu rennur lindáin Svartá undan sandöldu meðfram dygnjunni sunnanverðri út í Jökulsá á Fjöllum. Í henni er fallegur foss, sem hefur fengið nafnið Skínandi.

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 varð Drekagil í Dyngjufjöllum eitt aðsetra þjóðgarðsvarða.

4.september 2021 Askja að rumska!!
Það er greini­lega byrjað landris í Öskju og því fylg­ir auk­in skjálfta­virkni. Það er flest sem bend­ir til þess að þarna sé byrjað kviku­streymi inni í ræt­ur eld­stöðvar­inn­ar.

1. mars 2023 Askja heldur áfram en eru þar aukin skjálfta­virkni !!
15. ágúst  2023 Askja heldur áfram skjálfta­virkni, hitinn í Öskjuvatni hefur aukist kominn í 27 gráður !!
25 mars 2024 Skjálfta­hrina hófst í Öskju í gær­morg­un og áttu skjálft­arn­ir upp­tök sín norðvest­an við Dyngju­fjöll. Stærsti skjálft­inn var 3,5 að stærð og reið yfir klukk­an 10.40.

Myndasafn

Í grennd

Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Gæsavatnaleið
Nú á dögum eru fáar fjallaleiðir eftir fyrir þá, sem kæra sig ekki um uppbyggða vegi og brýr yfir allar . Gæsavatnaleið liggur frá Tómasarhaga og Haga…
Gönguleið Herðurbreiðarlindir Svartárkot
Gönguleið Herðurbreiðarlindir Svartárkot Gönguvegalengdin er u.þ.b. 100 km. Eini alvarlegi farartálminn er vatnsskortur á leiðinni, þannig að  verður…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Kverkfjöll
Kverkfjöll er stórt fjalllendi í norðanverðum Vatnajökli. Það blasir við af þjóðveginum í góðu veðri. Þarna eru tvö af hæstu fjöllum (1920m og 1860m) …
Mesta eldgos Jarðar
Mesta eldgos, sem sögur fara af á jörðinni, varð á eyjunni Sumabawa, þegar eldfjallið Tambora sprakk í loft upp. Aska og brennisteinsgas þeyttist upp …
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Mývatnsöræfi
Mývatnsöræfi. Vesturmörkin eru Mývatnssveit, austurmörkin Jökulsá á Fjöllum, suður- og vesturmörkin eru Ódáðahraun og norðurmörkin heiðar Kelduhverfis…
Ódáðahraun
Ódáðahraun er stærsta samfellda hraunbreiða landsins. Mörk þess eru Vatnajökull og Vonarskarð að     sunnan, Skjálfandafljót að vestan, Jökulsá á Fjöl…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )