Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Urðarháls

Kistufell 7 km <Urðarháls> Holuhraun 2 km, Askja (Drekagil) 48 km.

Urðarháls er jökulsorfin grágrýtisdyngja, hæst 1025 m, þakin stórgrýti, sem gerir hina 7-8 km ökuleið yfir hálsinn seinfarna. Urðarháls er ekki spennandi á að líta, en þegar upp er komið blasir við eitt af náttúruundrum landsins. Þar opnast risastór sigketill, um 100 m djúpur, 1100 m langur og 800 m breiður, sem er smám saman að fyllast af sandi.

Austan Urðarháls er u.þ.b. 20 km breiður aurfláki, þar sem vestustu kvíslar Jökulsá á Fjöllum bregða oft á leik og stríða ferðamönnum. Þetta eru hinar svökölluðu Leirur eða Flæður, sem þarf að aka yfir, fyrst í átt að Holuhrauni og síðan í norðaustlæga stefnu, fyrir endann á hrauntungu frá Dyngjufjöllum, að vestanverði Vaðöldu.

Sé vatnsflaumur á Leirunum, þegar ekið er yfir, þarf að setja farartækið í lága fjórhjóladrifið og lægsta gír og aka viðstöðulaust, því að það grefur umsvifalaust undan því, ef einhvers staðar er stanzað á leiðinni. Stundum geisa þarna sandstormar í þurru og hvössu veðri, þannig að ekki sést út úr augum. Þá er gott að hafa GPS-tæki eða áttavita við höndina.

Myndasafn

Í grend

Jökulsá á Fjöllum
Jökulsá á Fjöllum er mesta á Norðurlands. Vatnasvið hennar, 7380 km², er hið stærsta á landinu og hluti þess, u.þ.b. 1700 km², eru undir jökli. Áin er…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar. Álftavatn Arnardalur Arnarfell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )