Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Holuhraun

Holuhraun

Holuhraun eldgos

Holuhraun kom líklega úr gígaröðum við jaðar Dyngjujökuls og í hrauninu sjálfu, nokkuð norðar. Það er úfið og illt yfirferðar sunnantil en sandorpið og slétt norðantil.

Vestan hraunsins eru svokallaðar Flæður og vestan þeirra er Urðarháls. Um Flæðurnar rennur talsvert vatn í leysingum og síðdegis á sólríkum og heitum dögum. Það hverfur oftast í sandinn, þegar norðar kemur. Þarnar hafa margir fest jeppa og rútur vegna reynsluleysis. Jökulvatnið, sem rennur um Flæðurnar ber með sér fínan jökulsalla, sem rýkur upp við minnsta vind, þegar þær eru þurrar og þá er betra að vera með áttavita við höndina eða að hafa GPS punktana í lagi. Í góðu skyggni má sjá allan fjallahringinn á þessari síðustu, ósnortnu fjallaleið landsins.

HoluhraunAustan Holuhrauns teygist jaðar Dyngjujökuls að Kverkfjöllum, þar sem aðalkvíslar Jökulsár á Fjöllum koma undan jöklinum. Árið 1880 fóru svokallaðir landaleitarmenn um þessar slóðir og kölluðu hraunið Kvíslarhraun en Þorvaldur Thoroddsen skírði það Holuhraun fjórum árum síðar.

29 Águst 2014. Lítið magn af hrauni kom úr gos­inu og hraunrennsli virðist hafa stöðvast um kl. fjögur í nótt. Gosið kom líklega úr gígaröðum við jaðar Dyngjujökuls.
31 Águst 2014. Hraungos hófst í Holuhrauni, líklega upp úr kl. 04:00 í nótt, á sama stað og gaus fyrir tveimur dögum. Sprungan virtist vera u.þ.b. 1,5 km löng. Tekið var eftir því á vefmyndavél Mílu um 05:51. Færri skjálftar fylgja gosinu en því fyrra, en meira hraun kemur upp.
Hraunstraumurinn var u.þ.b 1 km breiður og um 3 km langur til norðausturs um kl. 07:30. Hraunið er talið nokkurra metra þykkt og flæðið var að líkindum um 1000 m3 á sek.
Aðgerðin er enn á Hættustigi. Ekki er talin ástæða til þess að flytja aðgerðina yfir á Neyðarstig almannavarna að svo stöddu.
1 september-desember 2014. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni. Nýjar gossprungur hafa myndaðist í Holuhrauni. Hraunrennslið hefur nú náð Jökulsá á Fjöllum.

28 febrúar 2015. Gosið í Holuhrauni er lokið!!

 

Myndasafn

Í grennd

Askja Dyngjufjöll
Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin…
Bárðarbunga
Bárðarbunga er í norðvestanverðum Vatnajökli. Hún er tæplega 2000 m há, annar hæsti staður landsins,  og þverhnípt upp frá Vonarskarði. Aðalskriðjökul…
Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Gæsavötn
Gæsavötn eru tvær tjarnir við jaðar Dyngjuháls vestanverðs í 920-940 m hæð yfir sjó. Þar eru smágróðurblettir á vatnsbökkunum, einkum túnvingull, gras…
Herðubreið og Herðubreiðarlindir
Austan Dyngjufjalla í Ódáðahrauni rís rofinn fjallgarður, syðst Herðubreiðartögl, svo Herðubreið og norðan hennar Herðubreiðarfjöll með tindinum Egger…
Hvannalindir
Hvannalindir eru gróðurreitur í 630 m hæð yfir sjó á lindasvæði í Krepputungu. Lindirnar streyma fram undan Lindahrauni og Lindakvíslin rennur til Kre…
Kistufell
Kistufell er 1444 m hátt móbergsfjall við miðjan Dyngjujökul. Árið 1950 brotlenti skymasterflugvélin Geysir á Bárðarbungu og mannbjörg varð. Björguna…
Kverkfjöll
Kverkfjöll er stórt fjalllendi í norðanverðum Vatnajökli. Það blasir við af þjóðveginum í góðu veðri. Þarna eru tvö af hæstu fjöllum (1920m og 1860m) …
Marteinsflæða (Hitulaug)
Marteinsflæða (Hitulaug) er norðan Gæsavatna og um hana liggur jeppaslóð alla leið niður í Bárðardal austan Skjálfandafljóts. Þetta svæði skiptist í …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Urðarháls
Urðarháls er jökulsorfin grágrýtisdyngja, hæst 1025 m, þakin stórgrýti, sem gerir hina 7-8 km ökuleið yfir hálsinn seinfarna. Urðarháls er ekki spenna…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )