Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kirkjugólf

Kirkjugólf er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs og skammt frá Hildishaug. Þetta er u.þ.b. 80 m² jökul- og brimsorfinn stuðlabergsflötur, þar sem sést ofan á blágrýtissúlurnar. Þarna hefur aldrei staðið kirkja en engu öðru er líkara en flöturinn hafi verið lagður af manna höndum. Talið er að stuðlaberg myndist, þegar skrið hrauns stöðvast og það kólnar í kyrrstöðu og líklega í tengslum við gufu eða vatn. Kirkjugólf er friðlýst sem náttúruvætti.

 

Myndasafn

Í grennd

Geirlandsá
Geirlandsá er ein besta sjóbirtingsá landsins. Þar veiðast 4-15 punda fiskar á hverju ári, jafnframt veiðist töluvert af laxi ár hvert. Það er auðvelt…
Kirkjubæjarklaustur, Kapella sr. Jóns Steingrímssonar
Kapella sr. Jóns Steingrímssonar Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í tilefni 1100…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )