Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Orrustuhóll, Skaftáreldahrauni

Orrustuhóll

Orrustuhóll er óbrynnishólmi, sem stendur upp úr Skaftáreldahrauni austast á Síðu við Þverá, rétt sunnan þjóðvegarins. Munnmæli herma, að Hámundur halti hafi hefnt þar föður sins, Hróars Tungugoða.

Þjóðsaga segir frá tveimur ölduðum bændum af Síðu, sem hittust aldrei án þess að skattyrðast. Þeir dóu með skömmu millibili og voru báðir grafnir uppi á hólnum. Þeir, sem framhjá fóru, þóttust heyra þá við sama heygarðshornið í hólnum.

Núna liggur þjóðleiðin alllangt norðan hólsins, þannig að ganga verður spölkorn yfir úfið Brunahraunið til að komast að honum.

Myndasafn

Í grennd

Illdeilur og morð á Suðurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á Sudurlandi Apavatn Áshildarmýri Bergþórshvoll Galdrar og galdrabr…
Kirkjubæjarklaustur
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )