Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grenlækur

Sumir kalla þennan læk Grænalæk og halda því fram, að það sé hið rétta nafn, dregið af því að á hann grænum lit. Lækurinn er í Skaftárhreppi, V – Skaftafellssýslu. Grenlækur er skammt kominn, undan hraunum ofar í byggðinni.

Umhverfið er að mestu gróið og vinalegt. Vegur nr. 204 liggur yfir lækinn og gott að komast að veiðistöðum. Veiðin er sjóbirtingur og sjóbleikja og er fiskurinn oft vænn. Lax veiðist stöku sinnum í læknum. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 285 km og 12 km. frá Klaustri.

 

Myndasafn

Í grennd

Eldvatn
Eldvatn er í Meðallandi í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Blátært lindarvatnið á upptök víðsvegar  við og undan Eldhrauninu. Liggur það lengst…
Kirkjubæjarklaustur
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali …
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )