Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skeiðflatarkirkja

Skeiðflatarkirkja er í Víkurprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Kirkjan, sem nú stendur er í Út-Mýrdal hjá Litla-Hvammi, var byggð árið 1900 og tekur 160 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var kirkjusmiður. Altaristaflan er eftir Anker Lund og skírnarsárinn eftir Jörund Gestsson á Hellu. Skírnarfornturinn, sem er í notkun (endurnýjaður 1992) er eftir Eyjólf Jónsson, Vestra-Skagnesi. Fleiri góðir gripir eru í kirkjunni. Þegar kirkjan var byggð, sást hún ekki frá kirkjustaðnum, en síðan hefur bærinn á Skeiðflöt verið fluttur. Það mun vera einsdæmi, að kirkja sjáist ekki frá kirkjustað og líklega má rekja ástæðuna til þess, að bændur tímdu ekki að láta land undir hana. Fyrsta gröf var tekin í kirkjugarðinum árið 1901. Bærinn Litli-Hvammur var reistur 1903.

Árið 1898 var ákveðið að leggja niður kirkjurnar á Dyrhólum og Sólheimum og sameina sóknirnar um kirkju á Skeiðflöt. Árið 1880 voru gömlu Sólheima- og Reynisþingin sameinuð í eitt brauð, Mýrdalsþing, sem nú er Víkurprestakall.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )