Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Akureyrarkirkja

Akureyri

Akureyrarkirkja var vígð 1940. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, teiknaði hana. Yfir miðju altarinu er steindur gluggi úr enskri kirkju í Coverntry, sem var jöfnuð við jörðu í síðari heimsstyrjöldinni. Lágmyndir framan á svölum kirkjuskipsins eru eftir Ásmund Sveinsson og skírnarfonturinn er eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens.

Ljósakross og predikunarstóll kirkjunnar eru skreytt íslensku silfurbergi.

Lágmyndir á sönglofti kirkjunnar eru gerðar af Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara og sýna atburði úr lífi Jesú: Fæðing, Jesú tólf ára í musterinu, Fjallræðan, Jesú blessar börnin, Jesú læknar sjúka, Jesú lífgar dáinn og Jesú eftir krossfestinguna.

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )