Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sauðárkrókskirkja

Sauðárkrókur

Sauðárkrókskirkja er í Sauðárkróksprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Timburkirkjan á Sauðárkróki var byggð 1892 og vígð 18. desember. Þorsteinn Sigurðsson var yfirsmiður en Ludvig Popp mun hafa ráðið mestu um gerð kirkjunnar. Kirkjan stóð, óbreytt að kalla, þar til turninn var rifinn 1957. Hann var endurbyggður og aukið við kirkjuhúsið um leið. Stefán Jónsson, arkitekt frá Sauðárkróki, teiknaði breytingarnar. Árið 1971 var kirkjan endurbætt mikið, einkum innanstokks.

Haukur Stefánsson og Jónas Þór Pálsson, málarameistarar, máluðu kirkjuna eftir fyrirsögn Stefáns. Litavalið, kirkjubekkirnir og gömlu olíulamparnir, sem nú eru raftengdir, vekja athygli gesta kirkjunnar. Prestaskrúði kirkjunnar er mjög vandaður og margir aðrir merkir og fagrir gripir eru í kirkjunni. Anker Lund málaðir altaristöfluna 1895. Hún sýnir Krist og lærisveinana tvo á leið til Emmaus. Helgi Angantýsson skar út skírnarsáinn 1955. Leifur Kaldal gerði koparskálina í honum árið 1979. Hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Jens Urup Jensen gerðu steindu gluggana í kórnum. Gréta Björnsson málaði myndir og tákn guðspjallamannanna á prédikunarstólinn árið 1959.

Formæður Sauðárkrókskirkju voru á Fagranesi á Reykjaströnd og Sjávarborg í Borgarsveit. Þaðan eru hinir fornu verndardýrlingar þeirra, Andrés postuli og Mattheus guðspjallamaður, sem líkneskjurnar eru af í anddyri kirkjunnar. Sveinn Ólafsson gerði þær. Gamla sjúkrahúsið við hlið kirkjunnar var keypt 1965 og því breytt í safnaðarheimili, hið fyrsta slíkt hérlendis. Pípuorgelið kom í kirkjuna 1960. Gamla sóknarkirkjan á Sjávarborg frá 1853 var endurnýj

Myndasafn

Í grennd

Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )