Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hveragerðiskirkja

Hveragerðiskirkja er í Hveragerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1967-1972 var vígð 14. maí. Árið 1941 var prestssetrið flutt frá Arnarbæli til Hveragerðis og bærinn varð sérstök sókn 1941.

Útkirkjur eru á Kotströnd, Hjalla og Strönd. Arkitekt núverandi kirkju var Jörundur Pálsson og Jón Guðmundsson var byggingameistari. Kirkjan er úr steinsteypu og rúmar 200 manns í sæti. Söngloft er stórt og gott og rúm er fyrir 80-100 manns í hliðarsal, sem er safnaðarheimili með eldhúsi. Skírnarsárinn er stuðlabergssúla með ígreiptri silfurskál. Altarið er úr slípuðum grásteini.

Myndasafn

Í grennd

Hveragerði
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )