Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hveragerði

Hveragerði Laugaskarð

Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna hefur garðyrkja og gróðurhúsarækt verið uppistaða atvinnulífs þar. Margar glæsilegar gróðrarstöðvar eru í bænum og eru ræktaðar þar hitabeltisjurtir og fjölbreytt úrval ávaxta. Eftirsóknarvert er að koma í Hveragerði og fá sér tómata, gúrkur og alls konar grænmeti. Af þessu leiðir að Hveragerði er mikill ferðamannastaður og vekur oft furðu erlendra, að bæjarbúar skuli þora að ganga daglega um með bullandi jarðhita undir fótum, enda hafa hverir átt það til að skjótast upp í híbýlum manna. Þjónusta við ferðamenn er upp á það allra bezta, hótel á heimsmælikvarða, gróðurhús með glæsilegum veitingastöðum og veiði í ám og vötnum í grenndinni.

Margir þjóðkunnir listamenn hafa setzt að í Hveragerði og fyrir utan að vera nefndur blómabærinn er gjarnan talað um staðinn sem listamannasetur. Allt í kringum Hveragerði er sannkölluð paradís fyrir útivistarfólk. Kaupstaðaréttindi fékk Hveragerði árið 1987.

Myndasafn

Í grennd

Arnarbæli
Bæjahverfið, sem Arnarbæli er hluti af, fékk nafnið Arnarbælishverfi. Arnarbælisforir eru mýrlendi á  þessu frjósama landsvæði. Mikill vatnsagi gerði …
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Golfklúbbur Hveragerðis
810 Hveragerði Sími: 483-5090 Fax: 483-4801 hafdae@visir.is 9 holur, par 35 Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarke…
Hellisheiðarvirkjun
Hellisheiðarvirkjun Orka náttúrunnar á og rekur þrjár virkjanir sem eru jarðhitavirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjunin í And…
Hellisheiði
Hellisheiði Hellisheiði er sunnan Henglafjalla. Austurmörk hennar eru um Hurðarás frá Núpafjalli, Hengladalaá. Í   norður nær hún til Litla- og Stóra…
Hengill
Hengill er 803 m hátt móbergs- og grágrýtisfjall (e.t.v. umturnaður stapi) við rætur Reykjanesskagans, skammt frá þjóðleiðinni austur fyrir fjall frá …
Hótel Örk Golfvöllur
Hótel Örk GOLFVÖLLUR 810 Hveragerdi Tel.: 483-4700 info@hotel-ork.is 9 holes Á hótelinu er 9 holu golfvöllur, sundlaug, tveir heitir pottar, g…
Hverasvæðið í Hveragerði
Hveragerði er hluti af jarðhitasvæðis Hengilseldstöðvarinnar í rekbelti Mið-Atlantshafsins. Austar er   breitt gosbelti, sem teygist frá Heklu og Vest…
Ingólfsfjall
Ingólfsfjall (551m) í Ölfusi er hlíðabratt móbergsfjall með hraunlögum og að mestu hömrum girt. Það var   sjávarhöfði í lok ísaldar, þegar sjávarstaða…
Kambar
Kambar nefnist hlíðin, sem ekin er niður af austanverðri Hellisheiði vestan Hveragerðis. Í fyrndinni runnu þar hraunflóð niður hana. Vegurinn niður Ka…
Reykir Ölfusi
Fyrrum stórbýlið Reykir í Ölfusi er við rætur Reykjafjalls austan Varmár við bæjarmörk Hveragerðis. Þarna er mikið jarðhitasvæði, sem tengist Hengilss…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Tjaldstæðið Hveragerði
Tjaldstæðið er í hjarta bæjarins í gróðursælu umhverfi þaðan sem stutt er í alla þjónustu svo sem sundlaug, leikvelli, matvöruverslun, gjafavöruversla…
Varmá
Varmá er í Ölfushreppi og heitir neðst Þorleifslækur. Áin liðast niður Ölfushrepp og sameinast Ölfusá u.þ.b. 6 km frá sjó. Varmá rennur gegnum Hverage…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )