Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn er kauptún á Hafnarnesi, vestan ósa Ölfusár. Þar er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í Hornafirði.

Laxdælasaga segir frá komu Auðar djúpúðgu til landsins, þegar skip hennar brotnaði á Vikrarskeiði og fé og menn björguðust. Þar er nú Hafnarskeið og Hraunskeið vestan Ölfusárósa. Ströndin þar var styttri vegna þess, að Ölfusá fell vestar til sjávar og þar stóðu bæirnir Óseyarnes og Drepstokkur.
Sagnir herma, að þar hafi staðið bærinn Elliðahöfn og bóndinn þar hafi eitt sinn heitið á Þorlák biskup að breyta nafni jarðarinnar, þegar hann og áhöfn hans lentu í sjávarháska. Eftir undraverða björgun breytti hann hafninu í Þorlákshöfn. Kirkja heilags Þorláks stóð þar í katólskum sið og þar var öldum saman kunn verstöð. Árið 1718 (5. nóv.) strandaði danska herskipið Gautaborg á Hafnarskeiði og bændur björguðu 170 manns.

Fyrsta hafnargerð hófst 1929. Miklir og sérstæðir brimbrjótar voru settir upp við hafnargerðina 1974-76 og eru þeir úr gríðarstórum steinsteyptum steinum – dólosum – sem hver um sig vegur yfir 9 tonn en rúmlega 2900 steinar fóru í það verk.

Myndasafn

Í grennd

Friðland í Flóa
Friðlandið er á austurbakka Ölfusár norðan Óseyrarbrúar að landamerkjum Sandvíkurhrepps í   Straumnesi. Það nær yfir mestan hluta jarðanna Óseyrarness…
Golklúbbur Þorlákshafnar
815 Þorláshöfn Sími: 483-3009 golfthor@simnet.is www.golfthor.is 18 holur, sandvöllur, par 72. Þorlákshöfn er kauptún á Hafnarnesi, vestan …
Herdísarvík
Fyrrum stórbýlið Herdísarvík, sem nú er í eyði, stendur við samnefnda vík við rætur sunnanverðs   Reykjanesskagans. Hamrar Herdísarvíkurfjalls (329m) …
Hjalli
Hjalli er bær og kirkjustaður í Ölfusi. Þar bjó einhver vitrasti og lögfróðasti höfðingi landsins á sínum   tíma, Skafti Þóróddsson, lögsögumaður (†10…
Kaldaðarnes
Kaldaðarnes er og var stórbýli austan Ölfusár í Flóa. Ein elzta heimild um staðinn er ferjumáldagi Kaldaðarness frá aldamótunum 1200. Þar er kveðið á …
Ölfus
Austanverð mörk sveitarfélagsins Ölfus liggja austan Alviðru undir Ingólfsfjalli og um Ölfusá til sjávar. Vestasti bær er Hlíðarendi og sveitarfélagið…
Ölfusárósar og Hraun í Ölfusi
Ölfusá er ein laxauðugasta veiðiá landsins og jafnframt er þar mikið af sjóbirtingi og bleikju. Neðst við Ölfusá er er bærinn Hraun, sem veiðistaðurin…
Raufarhólshellir
Raufarhólshellir er rétt fyrir ofan efsta hjallann á Þrengslavegi, áður en farið er niður í áttina til Þorlákshafnar. Hann er ekki vel sýnilegur frá v…
Strandarkirkja
Strandarkirkja er í Þorlákshafnarprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Kirkjan á Strönd er sóknarkirkja   Selvogs og þjónað frá Þorlákshöfn. Hún stendur fj…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
‎Sundlaug Þorlákshafnar
Sundlaug Þorlákshafnar Hafnarberg 41, 815 Þorlákshöfn Sími: 480 3890…
Varmá
Varmá er í Ölfushreppi og heitir neðst Þorleifslækur. Áin liðast niður Ölfushrepp og sameinast Ölfusá u.þ.b. 6 km frá sjó. Varmá rennur gegnum Hverage…
Þorlákshafnarkirkja
Þorlákshafnarkirkja er í Þorlákshafnar-prestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var vígð 1982 og fyrst messað í henni þá, ófullgerðri. Bygging hennar hófs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )