Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Raufarhólshellir

Raufarholshellir

Raufarhólshellir er rétt fyrir ofan efsta hjallann á Þrengslavegi, áður en farið er niður í áttina til Þorlákshafnar. Hann er ekki vel sýnilegur frá veginum, þótt hann sé aðeins steinsnar frá honum austanverðum. Hellirinn er u.þ.b. 1360 m langur og liggur að hluta undir Þrengslaveginum. Hellirinn er 10-30 m breiður og upp undir 10 m hár. Þakið er víðast u.þ.b. 12 m þykkt nema undir veginum, þar sem það þynnist stöðugt við hrun.

Víða hefur hrunið úr þaki hellisins og talsvert er um ísingu, þannig að það er allerfitt að ganga hann á enda. Reikna má með 3-4 klst. í slíka ferð fram og til baka. Hellirinn hefur goldið fyrir að hafa fundizt snemma, því að ekkert er eftir af dropasteinum eða hraunreipum.

Um tíma, skömmu eftir 1990, var duftker með ösku indíána frá Eldlandi og plagg með minningu um hann í hellinum. Sagt var, að þýzkur vinur hans hafi lofað að koma jarðneskum leifum hans fyrir á viðeigandi stað. Hvort tveggja var fjarlægt. Raufarhólshellir er talinn hafa myndazt í sprungugosi, sem skildi eftir 11 km langa gígaröð.

Myndasafn

Í grennd

Leitahraun
Leitahraun er samnefni hrauna frá ýmsum tímum, sem ganga líka undir öðrum nöfnum, s.s. Hólmsárhraun eða Elliðaárhraun, austan Reykjavíkur. Leitarhraun…
Þorlákshöfn
Þorlákshöfn er kauptún á Hafnarnesi, vestan ósa Ölfusár. Þar er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í Hornafirði. Laxdælasaga segir f…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )