Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Leitahraun

Leitahraun

Leitahraun er samnefni hrauna frá ýmsum tímum, sem ganga líka undir öðrum nöfnum, s.s. Hólmsárhraun eða Elliðaárhraun, austan Reykjavíkur. Leitarhraunið sjálft rann frá gígum suðaustan Bláfjalla, sunnan Ólafsskarðs við Jósepsdal. Þeir heita Leiti og hægt er að sjá feril þess alla leið frá Draugahlíðum niður í Elliðaárvog. Sums staðar hefur það dreifzt eins og við Sandskeið og yfir Fóelluvötn, þar sem heita Mosar. Hraunið rann einnig til austurs um Hraunsheiði og þaðan til sjávar í Þorlákshöfn. Á þeirri leið er Raufarhólshellir, einn hinna stærstu og lengstu hérlendis. Nokkrir aðrir smáhellar hafa fundizt á þessum slóðum (t.d. hjá Vatnaöldum).

Rauðhólar eru meðal gervigígaþyrpinga á þessum slóðum. Þjóðvegur nr. 1 liggur talsverðan spöl um þetta hraun (Elliðaár-Draugahlíðar) og einnig Þrengslavegur. Svínahraunsbruni liggur ofan á Leitarhrauni frá Draugahlíðum að Þrengslum. Hann er í rauninni tvenn hraun, sem runnu líklega á sögulegum tíma frá Eldborgum vestan Lambafells. Sumir hafa nefnt annað þessara hrauna Kristnitökuhraun. Talið er, að Leitahraun sé 5500 ára.

Jarðfræði á Suðvesturlandi

Myndasafn

Í grennd

Bláfjöll
Bláfjöll teygjast til vesturs frá Vífilsfelli ofan Sandskeiðs á þjóðleiðinni austur fyrir fjall.  Vegur liggur um Bláfjallasvæðið, allt frá þjóðvegi n…
Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Hellisheiði
Hellisheiði Hellisheiði er sunnan Henglafjalla. Austurmörk hennar eru um Hurðarás frá Núpafjalli, Hengladalaá. Í   norður nær hún til Litla- og Stóra…
Rauðhólar
Rauðhólar eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni norðaustan Elliðavatns. Þeir eru í löndum Hólms og Elliðavatns. Þeir voru r…
Raufarhólshellir
Raufarhólshellir er rétt fyrir ofan efsta hjallann á Þrengslavegi, áður en farið er niður í áttina til Þorlákshafnar. Hann er ekki vel sýnilegur frá v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )