Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bláfjöll

Blafjöll skiðasvæði

Bláfjöll teygjast til vesturs frá Vífilsfelli ofan Sandskeiðs á þjóðleiðinni austur fyrir fjall.  Vegur liggur um Bláfjallasvæðið, allt frá þjóðvegi nr. 1 til Hafnarfjarðar.

  Árið 1973 var það friðlýst sem fólkvangur, sem Hafnarfjörður, Keflavík, Kópavogur,   Selvogshreppur, Seltjarnarnes og Reykjavík standa að.  Fólkvangurinn er ætlaður til útivistar og þar hefur verið komið upp stærstu skíðaaðstöðu landsins síðan 1968.  Náttúruunnendur finna þar margt við sitt hæfi en bezt er að fara varlega um hraunbreiður svæðisins, því víða leynast alldjúpar skvompur undir fótum.  Svæðið er upplagt til skíðaiðkunar, bæði bruns og skíðagöngu.

Myndasafn

Í grennd

Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )