Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eyrarbakki og Stokkseyri

Sjóminjasafn Eyrarbakka

Vegalendin frá Reykjavík er um 66 km frá Selfoss 13 km <Eyrarbakki> Þorlákshöfn 15 km.

Eyrarbakki og Stokkseyri eru tvö sögufræg þorp við suðurströnd Árnessýslu. Þar var áður mikið útræði   og bátaútgerð til skamms tíma. Nokkur fiskvinnslufyrirtæki eru í þorpunum og á Eyrarbakka var verksmiðjan Alpan, sem framleiddi ýmsar vörur úr áli, þ.m.t. potta og pönnur, sem fóru á markað hérlendis og erlendis. Þorpin byggðust upp í kringum bátaútgerð og þjónustu við nærsveitirnar og sinna nú mikilvægri félagsþjónustu fyrir þær og íbúa sína. Með bættum samgöngum, einkum eftir byggingu brúar yfir ósa Ölfusár, hefur þjónusta við ferðamenn aukizt verulega og vinsælt er að veiða í Ölfusárósum.

Árið 1998 varð sveitarfélagið Árborg til við sameiningu Selfoss, Sandvíkurhrepps, Stokkseyrar og Eyrarbakka.

Í Stokkseyrarhreppi eru mörg myndarlegustu sveitabýli landsins og hafa ábúendur á þeim verið óragir við að tileinka sér tæknilegar nýjungar í landbúnaði. Sögufrægt hús – Húsið á Eyrarbakka er nú minjasafn og heimsækir fjöldi ferðamanna það ár hvert.
Eyrabakki og Stokkseyri meira

Myndasafn

Í grend

Baugsstadabúið
Baugur, fóstbróðir Ketils hængs var fyrsta veturinn á Íslandi á Baugsstöðum, sem er núna í   Stokkseyrarhreppi. Skömmu eftir aldamótin ...
Flóaáveitan
Flóaáveitan var grafin á árunum 1918 - 1927. Alls náði hún til flæðiengja sem voru 12000 hektarar. Þessi   merkilegagrafa, sem var flutt t ...
Friðland í Flóa
Friðlandið er á austurbakka Ölfusár norðan Óseyrarbrúar að landamerkjum Sandvíkurhrepps í   Straumnesi. Það nær yfir mestan hluta jar ...
Kaldaðarnes
Kaldaðarnes er og var stórbýli austan Ölfusár í Flóa. Ein elzta heimild um staðinn er ferjumáldagi Kaldaðarness frá aldamótunum 1200. Þar ...
Sögustaðir Suðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið ...
Þjórsá
Þjórsá lengsta á landsins. Landnáma skýrir á eftirfarandi hátt frá nafngift árinnar: „Þórarinn hét maður, son Þorkels úr Alviðru H ...
Þuríðarbúð
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur, formann, og horfna starfshætt ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )