Eyrarbakki og Stokkseyri eru tvö sögufræg þorp við suðurströnd Árnessýslu. Þar var áður mikið útræði og bátaútgerð til skamms tíma. Nokkur fiskvinnslufyrirtæki eru í þorpunum og á Eyrarbakka var verksmiðjan Alpan, sem framleiddi ýmsar vörur úr áli, þ.m.t. potta og pönnur, sem fóru á markað hérlendis og erlendis. Þorpin byggðust upp í kringum bátaútgerð og þjónustu við nærsveitirnar og sinna nú mikilvægri félagsþjónustu fyrir þær og íbúa sína. Með bættum samgöngum, einkum eftir byggingu brúar yfir ósa Ölfusár, hefur þjónusta við ferðamenn aukizt verulega og vinsælt er að veiða í Ölfusárósum.
Árið 1998 varð sveitarfélagið Árborg til við sameiningu Selfoss, Sandvíkurhrepps, Stokkseyrar og Eyrarbakka.
Í Stokkseyrarhreppi eru mörg myndarlegustu sveitabýli landsins og hafa ábúendur á þeim verið óragir við að tileinka sér tæknilegar nýjungar í landbúnaði. Sögufrægt hús – Húsið á Eyrarbakka er nú minjasafn og heimsækir fjöldi ferðamanna það ár hvert.
Eyrabakki og Stokkseyri meira