Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ölfus

Ölfus

Austanverð mörk sveitarfélagsins Ölfus liggja austan Alviðru undir Ingólfsfjalli og um Ölfusá til sjávar. Vestasti bær er Hlíðarendi og sveitarfélagið umlykur Hveragerði, þannig að Varmá skilur á milli á kafla, svo að Garðyrkjuskólinn og sundlagin í Laugaskarði tilheyra Ölfusi. Næst Ölfusárbrú var skiki lagður til Selfoss 1930 og Hveragerðishreppur undir Vorsabæjarhamri var stofnaður 1946. Sýslumörk ráða á fjöllum, þannig að Hveradalir og Kolviðarhóll eru innan marka Ölfuss. Kirkjustaðir sveitarfélagsins eru Hjalli, Kotströnd og Þorlákshöfn. Mikið er af góðum reiðleiðum um sveitarfélagið og ferðaþjónusta með veitingastöðum bæði við ströndina og í sveitinni, hestaleigu og veiði í vötnum.

Vegasamgöngur um Ölfus eru góðar og einhverjar mestu og beztu samgöngubætur síðari ára voru opnun vegarins um Þrengsli (14,8 km) og bygging brúar yfir ósa Ölfusár, sem var lokið 1988 (360m). Það kemur á óvart, hve margt forvitnilegt og áhugavert er að finna innan marka Ölfus.

Myndasafn

Í grennd

Arnarbæli
Bæjahverfið, sem Arnarbæli er hluti af, fékk nafnið Arnarbælishverfi. Arnarbælisforir eru mýrlendi á  þessu frjósama landsvæði. Mikill vatnsagi gerði …
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Hjalli
Hjalli er bær og kirkjustaður í Ölfusi. Þar bjó einhver vitrasti og lögfróðasti höfðingi landsins á sínum   tíma, Skafti Þóróddsson, lögsögumaður (†10…
Hveragerði
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…
Ölfusá
Ölfusá fyrir landi Hellis og Fossnes. Sex stanga svæði, sem er þekktast fyrir „Stólinn”, sem er bryggjan,   sem menn dorga af fyrir neðan brúna á Self…
Selfoss
Selfoss er landnámsjörð Þóris Hersis Ásasonar. Selfosskaupstaður við Ölfusá, sunnan Igólfsfjalls, fór að   byggjast árið 1891, þegar hengibrú var lögð…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þorlákshöfn
Þorlákshöfn er kauptún á Hafnarnesi, vestan ósa Ölfusár. Þar er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í Hornafirði. Laxdælasaga segir f…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )