Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kambar

Kambar nefnist hlíðin, sem ekin er niður af austanverðri Hellisheiði vestan Hveragerðis. Í fyrndinni runnu þar hraunflóð niður hana. Vegurinn niður Kamba þótti talsvert hrikalegur fyrrum en upphlaðinn vegur var fyrst lagður þar á árunum 1879-80.

Núverandi vegur var tilbúinn 1972. Núpafjall er þverhnípt hamrabrún, sem Kambabrún er hluti af. Þaðan er gjarnað stanzað í góðu veðri, þegar skyggni er gott, til að horfa yfir Suðurlandsundirlendið og Vestmannaeyjar frá hringsjánni.

Myndasafn

Í grennd

Hellisheiði
Hellisheiði Hellisheiði er sunnan Henglafjalla. Austurmörk hennar eru um Hurðarás frá Núpafjalli, Hengladalaá. Í   norður nær hún til Litla- og Stóra…
Hveradalir
Hveradalir við Hellisheiði Hveradalir er samnefni dalverpanna sunnan og suðvestan Reykjafells vestan Hellisheiðar og norðaustan  þjóðvegarins við Lit…
Hveragerði
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )