Litla kaffistofan í Svínahrauni stendur á mörkum gömlu og nýju þjóðleiðarinnar yfir Hellisheiði. Þar njóta margir góðra veitinga allt árið og þakka sínum sæla fyrir skjólið í vondum veðrum á veturna. Ekki þarf vont veður til, því viðurgerningur er góður og viðmót gott. Margir leita þangað á góðviðrisdögum á veturna með snjósleða sína eða gönguskíði og njóta útiveru og umhverfis.