Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun
Mynd:: af vef ON.is

Hellisheiðarvirkjun

Orka náttúrunnar á og rekur þrjár virkjanir sem eru jarðhitavirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjunin í Andakíl, Borgarfirði.

Hellisheiðarvirkjun er staðsett sunnan við Hengilinn og framleiðir heitt vatn og rafmagn. Virkjunin var gangsett árið 2006 og er uppsett afl 133 MW í varmaafli og 303 MW í rafmagni. Í lítrum talið er þetta um 600 lítrar á sekúndu. Allt umfram jarðhitavatnið rennur að jafnaði í niðurrennsliskerfi niður fyrir grunnvatnskerfi í jarðhitageyminn. Lofthreinsistöð er staðsett við virkjunina sem að nýtir Carbfix aðferðina til að hreinsa um 75% af brennisteinsvetni og um 30% af koltvísýringi sem að leyst eru upp í jarðhitavatni og veitt í niðurrennsliskerfi.

Í Hellisheiðavirkjun á Hengilssvæðinu er jarðhitasýning á vegum ON. Þar geta gestir upplifað og séð sjálfbæra orkuframleiðslu í einni stærstu jarðhitavirkjun í heimi. Stöðin er aðeins 25 km frá miðbæ Reykjavíkur og er opin alla daga frá kl 9:00 til 17:00. Þá eru fallegar merktar gönguleiðir í nágrenni stöðvarinnar og því tilvalið að sameina útivist og heimsókn á sýninguna.

Á staðnum er verslun þar sem finna má fjölbreytt úrval af vistvænum minjagripum og aðrar vörur. Þar er einnig kaffihús sem tilvalið er að heimsækja.

Myndasafn

Í grennd

Hellisheiði
Hellisheiði Hellisheiði er sunnan Henglafjalla. Austurmörk hennar eru um Hurðarás frá Núpafjalli, Hengladalaá. Í   norður nær hún til Litla- og Stóra…
Orkuveita Reykjavíkur Ferðast og fræðast
Orkuveita Reykjavíkur OR varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuv…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )