Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun
Mynd:: af vef ON.is

Hellisheiðarvirkjun

Orka náttúrunnar á og rekur þrjár virkjanir sem eru jarðhitavirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjunin í Andakíl, Borgarfirði.

Hellisheiðarvirkjun er staðsett sunnan við Hengilinn og framleiðir heitt vatn og rafmagn. Virkjunin var gangsett árið 2006 og er uppsett afl 133 MW í varmaafli og 303 MW í rafmagni. Í lítrum talið er þetta um 600 lítrar á sekúndu. Allt umfram jarðhitavatnið rennur að jafnaði í niðurrennsliskerfi niður fyrir grunnvatnskerfi í jarðhitageyminn. Lofthreinsistöð er staðsett við virkjunina sem að nýtir Carbfix aðferðina til að hreinsa um 75% af brennisteinsvetni og um 30% af koltvísýringi sem að leyst eru upp í jarðhitavatni og veitt í niðurrennsliskerfi.

Í Hellisheiðavirkjun á Hengilssvæðinu er jarðhitasýning á vegum ON. Þar geta gestir upplifað og séð sjálfbæra orkuframleiðslu í einni stærstu jarðhitavirkjun í heimi. Stöðin er aðeins 25 km frá miðbæ Reykjavíkur og er opin alla daga frá kl 9:00 til 17:00. Þá eru fallegar merktar gönguleiðir í nágrenni stöðvarinnar og því tilvalið að sameina útivist og heimsókn á sýninguna.

Á staðnum er verslun þar sem finna má fjölbreytt úrval af vistvænum minjagripum og aðrar vörur. Þar er einnig kaffihús sem tilvalið er að heimsækja.

Myndasafn

Í grend

Hellisheiði
Hellisheiði Hellisheiði er sunnan Henglafjalla. Austurmörk hennar eru um Hurðarás frá Núpafjalli, Hengladalaá. Í   norður nær hún til Litla- og Stóra…
Orkuveita Reykjavíkur OR
Orkuveita Reykjavíkur varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuveit…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Bessastaðakirkja …
Virkjanir á Íslandi
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )