Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Hveragerði

Hveragerði

Tjaldstæðið er í hjarta bæjarins í gróðursælu umhverfi þaðan sem stutt er í alla þjónustu svo sem sundlaug, leikvelli, matvöruverslun, gjafavöruverslanir, bókasafn, listasafn, reiðhjólaleigu, hestaleigu og golfvöll. Stutt er í góðar gönguleiðir eins og Heilsuhringinn sem liggur í gegnum sjálft tjaldsvæðið og Reykjadalurinn margrómaði.

Í þjónustuhúsinu er góð salernis og sturtuaðstaða, þvottavél og þurrkari.
Áfast við þjónustuhúsið er hálfþak þar sem aðstaða er til uppvöskunar með heitu og köldu vatni. Eins er gott að sitja þar undir og neita nestis.
Þvottavél og þurrkari eru einnig þar.
Stór tunnugrill eru á staðnum.
Við tjaldsvæðið er einnig rafmagnshleðslustöð fyrir rafbíla.

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Hveragerði
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )