Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kotstrandarkirkja

Kotstrandarkirkja er í Hveragerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1909 og vígð 14.   nóvember sama ár. Hún er úr járnklæddu timbri, um 85 m² og tekur 200 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður. Gamla altaristaflan er úr Reykjakirkju og Örlygur Sigurðsson málaði málverkið af séra Ólafi Magnússyni. Kirkjugarðurinn á Kotströnd þjónar einnig Hveragerði. Hvergerðingar sóttu Kotstrandarkirkju þar til þeirra kirkja var tilbúin. Garðurinn, sem markar kirkjugarðinn á tvo vegu er prýðilega velhlaðinn og skoðunarverður.

Árið 1909 var ákveðið að leggja niður kirkjurnar að Arnarbæli og Reykjum og leggja sóknirnar til Kotstrandar. Séra Ólafur Magnússon sat í Arnarbæli 1903-1940 og var síðasti prestur þar. Hann þjónaði Kotströnd, Hjalla og Strönd í Selvogi en að honum látnum hafa prestar setið í Hveragerði og Kotstrandarkirkja varð að útkirkju þaðan. Í katólskum sið voru kirkjurnar á Arnarbæli helgaðar heilögum Nikulási.

 

Myndasafn

Í grend

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )