Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vesturhópshólakirkja

Kirkjan er í Breiðabólstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Vesturhópshólar eru bær, og fyrrum prestssetur í Vesturhópi. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Jóhannesi skírara. Tjörn á Vatnsnesi þjónaði kirkjunni eftir að prestssetrið var lagt niður og svo var lengi frameftir, þótt lög frá 1970 legðu báðar kirkjur undir Breiðabólstað. Hálfkirkjurnar á Ægissíðu og í Ásbjarnarnesi og bænhús á Valdalæk lágu undir Vesturhópshóla í fyrndinni. Turnlausa timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð 1877-78. Hún ber krossmark yfir framstafni og klukknaport yfir dyrum. Hún var bændakirkja til 1959, lengur en nokkur önnur kirkja í Húnavatnsprófastsdæmi.

Meðal merkra gripa kirkjunnar er prédikunarstóllinn, líklega frá 17. öld. Guðmundur Guðmundsson í Bjarnastaðahlíð mun hafa smíðað hann. Altaristaflan er allgömul, máluð trétafla með mynd af Kristi á krossinum. Báðir þessir gripir voru líklega í Hoskuldsstaðakirkju fyrrum. Séra Ólafur Hjaltason (um 1500-1569) var sóknarprestur í Vesturhópshólum.

Hann varð fyrsti lúterski biskupinn á Hólum og var í miklum metum hjá Jóni Arasyni, sem bannfærði hann síðar, þegar hann snérist gegn kenningum katólsku kirkjunnar. Hann lét prenta Passio eftir Corvinus, sem nú er aðeins eitt eintak til af í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn og þó ekki heilt. Hún er elzta bók, sem prentuð var á Íslandi og er enn þá til.

Myndasafn

Í grend

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )