Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vesturhópsvatn

Veiði á Íslandi

Vesturhópsvatn er u.þ.b. 7 km langt og mesta breidd 2,3 km. Það er í Þverárhreppi í V.-Húnavatnssýslu í    HusTilbuin (5)19 m hæð yfir sjó. Það er 10,3 km² og mesta dýpi 28 m. Veiðisvæðið er við sunnanvert vatnið milli Reyðar- og Faxalækja. Faxalækur rennur út vatninu í Víðidalsá, þannig að svolítill lax er í því. Það er hægt að aka meðfram veiðisvæðinu eftir vegarslóða. Urriði er aðalfiskurinn, en einnig er að finna murtukyn og bleikju. Bleikjan og urriðinn veiðast allt að 3-4 pund, en þorrinn er smærri.

Sjóbirtingur og lax veiðist af og til, enda samgangur við sjó um Faxalæk og Víðidalsá. Dæmi eru um afarstóra sjóbirtinga, 13-14 punda á seinni árum. Umhverfi vatnsins er fagurt og Borgarvirki gnæfir yfir austurhluta þess. Stangveiðifélag Keflavíkur er með Vesturhópsvatn.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 220 km og 24 km frá Hvammstanga.

 

Myndasafn

Í grend

Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Vatnsnes
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Láglendi er lítið, einna mest á  vesturhlutanum, þar sem byggðin er aðallega. Hringvegurin…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )