Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er u.þ.b. 7 km langt og mesta breidd 2,3 km. Það er í Þverárhreppi í V.-Húnavatnssýslu í    HusTilbuin (5)19 m hæð yfir sjó. Það er 10,3 km² og mesta dýpi 28 m. Veiðisvæðið er við sunnanvert vatnið milli Reyðar- og Faxalækja. Faxalækur rennur út vatninu í Víðidalsá, þannig að svolítill lax er í því. Það er hægt að aka meðfram veiðisvæðinu eftir vegarslóða. Urriði er aðalfiskurinn, en einnig er að finna murtukyn og bleikju. Bleikjan og urriðinn veiðast allt að 1-4 pund, en þorrinn er smærri.

Sjóbirtingur og lax veiðist af og til, enda samgangur við sjó  um Faxalæk og Víðidalsá. Dæmi eru um afarstóra sjóbirtinga, 13-14 punda á seinni árum. Umhverfi vatnsins er fagurt og Borgarvirki gnæfir yfir austurhluta þess. Stangveiðifélag Keflavíkur er með Vesturhópsvatn.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 200 km og 24 km frá Hvammstanga.


Fish Parner:
Veiðitímabil:
Ísa leysir- 30. september
Meðalstærð:
1-3 pund
Fjöldi stanga:
Leyfilegt agn:
Fluga, maðkur, spún
Veiðibúnaður:
Einhenda #4-6
Bestu flugurnar:
Straumflugur, púpur og þurrflugur
Húsnæði:
Aðgengi:
Fólksbílafært
Veiðikort Fish Perner
Vesturhópsvatn
Vesturhópsvatn er allmikið vatn staðsett í Vestur-Húnaþingi og er í 19 metra hæð yfir sjávarmáli. Flatarmál er um 10 ferkílómetrar. Vatnið er alldjúpt eða um 28 metrar þar sem það er dýpst. Vegalengd frá höfuðborginni er um 210 km og um 24 km frá Hvammstanga. Fagurt umhverfi er við Vesturhópsvatn og margt að hægt að skoða. Rétt austan vatnsins er blágrýtisstapi sem kallast Borgarvirki, 177 metra hár. Þar eru rústir af fornu virki. Í vatninu veiðist mest urriði 1-2 pund og bleikja af svipaðri stærð. Þó er töluvert af 3-4 punda fiskum í vatninu. Í vatnið gengur einnig sjóbirtingur sem getur orðið mjög vænn og stöku lax sem gengur upp Faxalækinn en hann rennur í hina margrómuðu Víðidalsá. Allt að 24 punda silungar hafa veiðst í vatninu. Að sögn heimamanna veiðast stærstu fiskarnir helst á haustin og þá einna helst sjóbirtingurinn.
Leiðarlýsing
Vegalengd frá Reykjavík er um 210 km og um 24 km frá Hvammstanga. Beygt er inn Síðuveg (716) af þjóðvegi 1, rétt áður en komið er að brúnni yfir Víðidalsá. Síðuvegur er ekinn um 4 km þar til komið er að vatninu (sjá nánar á korti).
Veiðisvæðið
Svæðið sem heimilt er að veiða er suðurbakki vatnsins í landi Bjarghúsa. Svæðið afmarkast af stórum steini austan við Reyðarlæk, í vestri, og Faxalæk, í austri. Svæðið er merkt með merkjum og skulu veiðimenn virða mörkin.
Veiðitími
Heimilt er að veiða frá því að ísa leysir og til og með 30. september. Veiði er heimil allan sólarhringinn.
Reglur
Hundar leyfðir: Já
Notkun báta: Já
Netaveiði: Nei
Tjalda: Aðeins með leyfi umsjónarmanns.
Umsjónarmaður/veiðivörður: Björn Bjarnason. S: 892 3490

KAUPA VEIÐILEYFI

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarvirki
Borgarvirki er áberandi kennileiti, þegar ekið frá Víðihlíð norður yfir Víðidalsá. Þá blasir þessi 177 m háa   kelttaborg við til norðurs á milli Vest…
Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Vatnsnes
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Láglendi er lítið, einna mest á  vesturhlutanum, þar sem byggðin er aðallega. Hringvegurin…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Vesturhópshólakirkja
Kirkjan er í Breiðabólstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Vesturhópshólar eru bær, og fyrrum   prestssetur í Vesturhópi. Katólskar kirkjur þar …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )