Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Breiðabólstaðarkirkja

Bólstaðarhlíðarprestakal er í Breiðabólstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Kirkjusetur er hér og var kirkjan helguð Ólafi konungi. Hér var mikið hefðarsetur og frægasti höfðingi á staðnum Hafliði Másson. Lét hann færa login í letur 1117 og er þess minnst á áletruðum steini við heimreiðina. Hér var og Vígslóði skrifaður og margt fleira, en á siðaskiptaöld og eina prentsmiðja á Íslandi, þegar séra Jón Matthíasson, sænskur biskupssonur, sat á staðnum.

Alkunnugt er, að séra Illugi Bjarnason stóð upp af heimastað sínum á Hólum í Hjaltadal og lét eftir til biskupsseturs 1108, en hlaut Breiðabólsstað í skiptum. Í fyrra sið voru löngum 2 prestar og 2 djáknar á Breiðabólsstað, líklega fram undir síðari pláguna 1494. Nú er prestsetur niður lagt á Breiðabólsstað. Var það gert með lögum frá Alþingi hinn 5. maí 1990, en ekki hefur prestur setið á staðnum frá hausti 1960, þegar séra Stanley Melax lét af embætti.

Smíði kirkjuhússins, sem nú stendur á þessu frægðarsetri var hafin sumarið 1892, en vegna veikinda og síðan dauða staðarprestsins, séra Gunnlaugs Halldórssonar frá Hofi, var kirkjan ekki vígð fyrr en 1894. Matthías Þórðarson, sem skráði gripi kirkjunnar 1910, telur hana líka Reykjavíkurdómkirkju, að vísu ekki að stærð, en stíl: Kirkjuskip liðlega 42 m² með sérbyggðum kór og forkirkju, en turn eigi ólíkur og á sams konar undirstöðu á mæni kirkjuskipsins. Þrír sexrúðugluggar eru á hvorri hlið, 2 á kórnum nokkru minni og 2 á sönglofti, sinn hvorum megin við risþak forkirkjunnar, og á stafnþili turnsins er kringlóttur fjórrúðugluggi. Yfir dyrum og ílöngum smárúðuglugga, tiglaskiptum, er lág burst til skrauts.

Undir hvelfingu kirkjuskips eru 4,7 m, en í kórnum 3,3 m, panelklætt. Hvorum megin eru átta bekkir, sem taka 5-6 í sæti, en í norðausturhorni er stigi til sönglofts, sem tekur tvö stafngólf fram í kirkjuna og hvílir á stoðum. Fyrir loftinu er handrið með renndum súlum eins og í grátunum, þar sem þær eru raunar nokkru mjórri, renndum súlum eins og í grátunum, þar sem þær eru raunar nokkru mjórri prýðilega málað sem öll kirkjan. Stóllinn að sunnanverðu, sexstrend spjaldasmíði með hurð og stendur á háum fæti, en er 96 sm djúpur. Fyrir altari, sem stendur á renndum fótum, er gott klæði.

Taflan er olíumálverk frá 1920 eftir hinn kunna danska málara Anker Lund, sem þó nokkrar altaristöflur eru eftir hérlendis, litfögur og myndefnið Jesús blessar börnin. Gekkst meðhjálpari kirkjunnar, Kristófer Pétursson, gullsmiður á Litlu-Borg, fyrir kaupum á töflunni og gaf sjálfur stórfé til. Á altari eru 2 mjög gamlir og gildir stjakar af rauðakopar. Er skálin efst, sem bezt fer á, svo að kertin renni ekki niður á dúkinn. Eru þeir 21,5 sm háir og kjörgripir. Kaleikur og patína eru silfursmíði Helga Þórðarsonar 1825. Er kaleikurinn 17,7 sm hár, skálin víð og grunn, töluvert skraut og vænn hnúður á leggnum, en á patínunni stafirnir IHS og rósablaðasveigur um. Auk þess á kirkjan lítinn þjónustubikar, góðar oblátuöskjur af silfri frá 1762. Skírnarfat er fornt og af messing, 39,5 sm í þvermál og skreytt þýzkri leturlínu.

Vatnskanna, 18 sm há, er gömul og af gráum leir, skreytt rauðum og bláum blómum á bumbunni, en bláum röndum á fæti og hálsi. Leirhandarhald er á, en tinlok brotið af. Klukkurnar eru gamlar, en leturslausar, önnur 30 sm víð og hin 20 sm, báðar hljómgóðar.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )