Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gásir

Gásir 2006
Mynd: Fornleifagröftur 2006 að Gásum

Gásir við Eyjafjörð

Gásir var fyrrum fjölsóttasti verzlunarstaður Norðurlands, sunnan Hörgárósa og norðan samnefnds  bæjar (nú Gæsir), sem var fyrst getið í heimildum á 13. og 14. öld.
Þarna var einnig mikilvæg miðstöð samgangna, því Gásir voru mikilvægasti siglingastaður norðanlands. Lengi var ljóst, að þarna lægju merkar fornminjar í jörðu, því útlínu húsarústa leyna sér ekki. Höfnin fylltist af framburði Hörgár og staðurinn eyddist. Kirkjan fauk 1390, en rústir hennar og kirkjugarðsins eru greinilegar. Sumarið 2004 uppgötvuðust rústir allstórrar kirkju. Sagn- og fornleifafræðingar álíta, að kirkjur hafi ekki verið algengar í kaup- eða verzlunarstöðum fyrrum.

Árið 2001 var gerð forkönnun á svæðinu og fornleifauppgröftur hófst 2002 og fór fram að Gásum í júlí og ágúst 2003. Rannsóknir á svæðinu héldu áfram fram til 2006.

Miðaldardagar

Miðaldadagar hafa verið haldnir ár hvert á Gásum síðan 2003 og er kynningarverkefni á staðnum og því sem hefur komið fram í rannsóknum á staðnum. Þar getur fólk komið og upplifað stemminguna sem var ríkjandi á markaðnum á miðöldum. Kaupskapur, handverk, leikir og matargerð sem endurspegluðu athafnir Gásakaupstaðar á miðöldum sem og alls kyns iðnaður er kynntur fyrir almenningi, eins og t.d. kolagerð og brennisteinsvinnsla. Nánar má lesa um Miðaldardaga á vefnum www.gasir.is

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )