Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dalvík

Dalvík

Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. Skíðalönd eru við Dalvík og góð aðstaða er til skíðaiðkana í Böggvistaðfjalli. Hvalaskoðun, sjóstangaveiði og grillferðir á sjó eru í boði sem og önnur fjölbreytt afþreying. Áætlunarferðir eru á milli Árskógssands og Hríseyjar og frá Dalvík til Grímseyjar. Minja- og náttúrugripasafn er á Dalvík og eru þar tvær stofur helgaðar frægustu Dalvíkingunum, þeim Dr. Kristjáni Eldjárn, fyrrverandi forseta Íslands og Jóhanni Péturssyni – Jóhanni risa – en hann var með hæstu mönnum í heimi á sínum tíma. Hann lék í kvikmyndum og kom fram í ýmsum fjölleikahúsum, mest vestanhafs. Sumarið 1934 varð mikill jarðskjálfti – Dalvíkurskjálftinn – úti fyrir Eyjafirði, sem skemmdi eða ónýtti flest hús á Dalvík og nágrenni.

Dalvíkingar efna til hátíðarinnar „Fiskidaga” aðra helgi í ágúst ár hvert og gestum hefur fjölgað með árunum, urðu næstum 30.000 árið 2010 og svipað margir 2011. Og enn hefur fjölgað gestum þar til 2020. Eftir covid var Fiskidagurinn 2023 kominn aftur!!!
Fiskidagurinn mikli er ekki leyngur á dagskrá frá og með 2024.

Litli-Árskógssandur er um 10 km sunnan Dalvíkur. Þar hófst byggð í kringum 1880 og var fjölmennust um miðja 20. öldina. Þaðan heldur ferja uppi samgöngum við Hrísey og nokkrir bátar eru gerðir út í sambandi við fiskvinnslu.

Hauganes er nokkru sunnar, norðan Selárvíkur. Byggð hófst þar á svipuðum tíma og á Litla-Árskógssandi og jókst upp úr 1930. Hafnaraðstaða er góð og íbúarnir stunda útgerð, fiskvinnslu og ferðaþjónustu.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 410 km. Þar er höfn Sævars, sem heldur uppi ferðum til og frá Hrísey.

Ferja  til Hrisey

Ferja til Grimsey

Myndasafn

Í grennd

Árskógssandur
Litli-Árskógssandur er um 10 km sunnan Dalvíkur. Þar hófst byggð í kringum 1880 og var fjölmennust um miðja 20. öldina. Þaðan heldur ferja uppi samgön…
Brimnes
Brimnes var bær á Upsaströnd. Lönd hans, Upsa, Hrísa og Böggvisstaða liggja nú undir  Dalvíkurkaupstað. Svarfdælasaga segir frá vígi Karls hins rauða …
Friðland í Svarfaðardal
Friðland Svarfdæla við bæjardyr Dalvíkur er einstök náttúruperla fyrir alla, sem hafa áhuga á dýralífi og gróðri. Þarna verpa að staðaldri 30 tegundir…
Grímsey
Grímsey Flatarmál Grímseyjar er 5,3 km² og skemmsta vegalengd milli lands og eyjar er 41 km.  snertir hana   norðanverða og í kringum sumarsólstöður …
Hrísey
Hrísey er önnur stærsta eyjan við Ísland. Syðst á henni er lítið þorp, sem byggir afkomu sína af fiskveiðum, fiskvinnslu og ferðaþjónustu. Norðar er e…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Tjaldstæðið Dalvík
Áætlunarferðir eru á milli Árskógssands og Hríseyjar og frá Dalvík til Grímseyjar. Minja- og náttúrugripasafn er á Dalvík og eru þar tvær stofur helga…
Upsaströnd
Upsaströnd er á milli Ólafsfjarðarmúla og Brimnesár í norðanverðri Dalvík. Sunnantil er nokkuð   láglendi, sem endar í hengiflugi Múlans, norðan Múlav…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )