Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrísey

Hrísey

Hrísey er önnur stærsta eyjan við Ísland. Syðst á henni er lítið þorp, sem byggir afkomu sína af fiskveiðum, fiskvinnslu og ferðaþjónustu. Norðar er einangrunarstöð, m.a. fyrir gæludýr, en einnig eru þar nautgripablendingar af Limosine, Aberdeen Angus og Galloway kynjum og er vinsælt hjá ferðamönnum að fara út í Hrísey og gæða sér á nautakjöti.

Eyjan er tilvalin til gönguferða og fuglaskoðunar. Allir fuglar eiga sér þar griðland og það er bannað að halda hunda og ketti í eyjunni. Tilraunir með skógrækt vítt og breitt og æðarvarp á norðurhluta eyjarinnar. Eyjan dregur til sín marga ferðamenn ár hvert og hafa margir eyjaskeggjar atvinnu þar af.

Hrólfssker er 4,5 sjómílum norðan Hríseyjar. Það er úr stuðlabergi, stendur 6 m.y.s. og á því er viti, sem var byggður 1951.

Ferja  til Hrisey

Myndasafn

Í grend

Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Stærstu Eyjar
1. Heimaey  13,4 2. Hrísey á Eyjafirði  8,0 3. Hjörsey í Faxaflóa  5,5 4. Grímsey  5,3 5. Flatey á Skjálfanda  2,8 6. Málmey  2,4 7. Papey  2,0 …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )