Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Árskógssandur

Árskógssandur

Litli-Árskógssandur er um 10 km sunnan Dalvíkur. Þar hófst byggð í kringum 1880 og var fjölmennust um miðja 20. öldina. Þaðan heldur ferja uppi samgöngum við Hrísey og nokkrir bátar eru gerðir út í sambandi við fiskvinnslu.

Hauganes er nokkru sunnar, norðan Selárvíkur. Byggð hófst þar á svipuðum tíma og á Litla-Árskógssandi og jókst upp úr 1930. Hafnaraðstaða er góð og íbúarnir stunda útgerð, fiskvinnslu og ferðaþjónustu. Þar er höfn Sævars, sem heldur uppi ferðum til og frá Hrísey.

Hauganes er hluti af Árskógsströnd og syðsti þéttbýliskjarni Dalvíkurbyggðar. Á Hauganesi búa um 140 manns og þar er hægt að njóta bæði sveitasælunnar og nálægð við aðra þéttbýliskjarna.

Vel útbúið tjaldstæði er staðsett í hjarta þorpsins og heitu sjópottarnir niðri við Sandvíkurfjöru njóta sívaxandi vinsælda meðal þeirra gesta sem heimsækja Hauganes.

Ferry to Hrisey

Myndasafn

Í grennd

Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Hauganes
Hauganes er hluti af Árskógsströnd og syðsti þéttbýliskjarni Dalvíkurbyggðar. Á Hauganesi búa um 140 manns og þar er hægt að njóta bæði sveitasælunnar…
Hrísey
Hrísey er önnur stærsta eyjan við Ísland. Syðst á henni er lítið þorp, sem byggir afkomu sína af fiskveiðum, fiskvinnslu og ferðaþjónustu. Norðar er e…
Kálfskinn
Kálfskinn er bær á Árskógsströnd, þar sem er rekin fjölþætt ferðaþjónusta. Sögulegur ljómi staðarins byggist á búsetu Hræreks konungs af Heiðmörk í N…
Ólafsfjörður
Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir…
Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )