Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kálfskinn

Kálfskinn

Kálfskinn er bær á Árskógsströnd, þar sem er rekin fjölþætt ferðaþjónusta.

Kálfskinn minningarskjöldurSögulegur ljómi staðarins byggist á búsetu Hræreks konungs af Heiðmörk í Noregi, sem Ólafur helgi lét blinda og senda til Íslands. Honum þótti líf sit batna við brotthvarf sitt frá heimahögunum og lítils samneytis við höfðingja, því hann var meira metinn á Kálfskinni en aðrir menn. Dauður var hann heygður í Hrærekshóli við túnið á bænum, eini konungurinn, sem hlotið hefur leg á Íslandi.

Núverandi konungur á staðnum, Sveinn Jónsson (2003), hefur um árabil verið nokkrum spönnum á undan sínum samtímamönnum í framtíðaráfornum um ferðaþjónustu, sem hafa samt fæstar hlotið brautargengi nema hann hafi rutt þeim braut með niðjum sínum og verður vafalaust minnst sem einhvers hugmyndaríkasta frumkvöðuls á því sviði

Myndasafn

Í grennd

Árskógssandur
Litli-Árskógssandur er um 10 km sunnan Dalvíkur. Þar hófst byggð í kringum 1880 og var fjölmennust um miðja 20. öldina. Þaðan heldur ferja uppi samgön…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )