Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brimnes

Brimnes var bær á Upsaströnd. Lönd hans, Upsa, Hrísa og Böggvisstaða liggja nú undir  Dalvíkurkaupstað. Svarfdælasaga segir frá vígi Karls hins rauða og fleiri við Brimnesá og að hann hafi verið lagður í haug með skipi.

Norðan Brimnesár fannst merkur kumlateigur. Daniel Bruun og Finnur Jónsson rannsökuðu hann árið 1909 og fundu 13 grafir, þar af eitt bátkuml. Síðan hefur bætzt í safnið, s.s. bátkuml u.þ.b. 300 m frá kumlateignum, og ýmsir munir komið í ljós. Talið er að hið forna Hyltinganaust hafi verið við Brimesá.

Myndasafn

Í grend

Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )