Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grímsey

Grímsey

Flatarmál Grímseyjar er 5,3 km² og skemmsta vegalengd milli lands og eyjar er 41 km.  snertir hana   norðanverða og í kringum sumarsólstöður hnígur sólin þar ekki alveg til viðar. Hæst liggur eyjan 105 m yfir sjó og þverhnípt fuglabjörg eru útverðir hennar í allar áttir nema til suðurs. Hún er öll vaxin grasi og lyngi og öðrum 117 tegundum plantna. Allt að 60 tegundir fugla verpa þar eða hafa þar sumarsetu.

Eyjan var numin snemma og óstaðfestar sögur herma, að þar hafi verið allt að 50 bæir, sem er þó ósennilegt. Eyjan var í eigu Möðruvallaklausturs á katólskum tímum. Hinir 100 íbúar Grímseyjar búa í þorpinu á suðurenda hennar og lifa af fiskveiðum.
Eyjarinnar er getið í mörgum sögnum og Íslendingasögum og minnst er á, að íbúarnir hafi þótt liðtækir skákmenn á síðari hluta 19. aldar. Þegar Willard Fiske gaf Grímseyingum skákborð .
Sambandi við eyjuna er haldið uppi með ferju og flugvélum.

Gönguleiðir: Þeir, sem hafa tíma, ganga gjarnan um eyjuna þvera og endilanga, skoða lífið við höfnina og fuglana í björgunum.

Kolbeinsey er vart meira en sker u.þ.b. 40 sjómílur norðvestan Grímseyjar. Talið er, að Grímseyingar hafi sótt þangað egg og sel. Eyjan hefur eyðzt vegna sjávargangs og hafíss. Hún var 40 m lögn og 30 m breið árið 1971, talið er frá 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs.

Ferja til Grimseyjar

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Hvítabjörn, Ísbjörn
Hvítabjörn eða ísbjörn (Ursus maritimus) er fremur sjaldgæfur gestur á Íslandi núorðið en fyrrum, þegar   loftslag fór kólnandi á síðmiðöldum og allt …
Miðgarðakirkja , Grímsey
Miðgarðakirkja Grímsey Miðgarðakirkja er í Akureyrarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Miðgarðar eru bær og kirkjustaður í  Grímsey. Þar voru kat…
Stærstu Eyjar
1. Heimaey  13,4 2. Hrísey á Eyjafirði  8,0 3. Hjörsey í Faxaflóa  5,5 4. Grímsey  5,3 5. Flatey á Skjálfanda  2,8 6. Málmey  2,4 7. Papey  2,0 …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )