Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Miðgarðakirkja , Grímsey

Miðgarðskirkja Grímsey

Miðgarðakirkja Grímsey

Miðgarðakirkja er í Akureyrarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Miðgarðar eru bær og kirkjustaður í  Grímsey. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1867. Turn og kór voru reistir árið 1932. Árni Hallgrímsson frá Garðsá í Garðsárdal var yfirsmiður.

Árið 1932 var kirkjan færð um lengd sína frá Miðgarðabænum vegna eldhættu. Þá var byggður kór og forkirkja með turni við hana. Þá var yfirsmiður Helgi Ólafsson.

Gagnger endurbót fór fram 1956 og hún var endurvígð. Hana annaðist Einar Einarsson, smiður. Hann var djákni á árunum 1961-1967. Einar gerði tréskurðarmyndina á útihurðinni en hún sýnir Jesú í bátnum, þegar hann kyrrði vind og vatn. Einar skar líka út prédikunarstólinn auk skírnarsás. Altaristaflan sýnir kvöldmáltíðina og yfir henni er ævagamall marmarakross með Kristslíkneski úr katólskum sið.

21.september 2021 varð kirkjan eldi að bráð og bjargaðist ekkert úr kirkjunni.

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Grímsey
Grímsey Flatarmál Grímseyjar er 5,3 km² og skemmsta vegalengd milli lands og eyjar er 41 km.  snertir hana   norðanverða og í kringum sumarsólstöður …
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Miðgarðakirkja , Grímsey
Miðgarðakirkja Grímsey Miðgarðakirkja er í Akureyrarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Miðgarðar eru bær og kirkjustaður í  Grímsey. Þar voru kat…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )