Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Akureyrarflugvöllur

Akureyri

AKUREYRARFLUGVÖLLUR

Akureyrarvöllur var gerður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár og tekinn í notkun í desember 1955.    Var hann fyrst malarvöllur, sem var síðan malbikaður 1967.  Fyrir daga hans var flugvöllurinn á Melgerðismelum mikið notaður og einnig lentu sjóflugvélar á Pollinum.  Áætlunarflugið milli Reykjavíkur og Akureyrar hófst árið 1937.  Frá Akureyri er flogið til ýmissa staða á Norðurlandi. Akureyrarflugvöllur er millilandaflugvöllur.

Þarna er nú miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.

Hann er opinn frá klukkan 07:00 til 23:00 alla daga ársins, utan þess tíma er útkallsvakt á allri þjónustu. Opið er fyrir sjúkra- og neyðarflug en þó þarf að biðja um þjónustu fyrir hvert flug. Vegna beiðni um þjónustu fyrir annað flug má sjá upplýsingar í AIP handbók.

Flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli og umdæmisstjóri á Norðurlandi er Hjördís Þórhallsdóttir.

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Akureyrarkirkja
Akureyrarkirkja var vígð 1940. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, teiknaði hana. Yfir miðju altarinu er steindur gluggi úr enskri kirkju í Cove…
Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Akureyri Innbærinn
Miðbærinn stendur á rótum Oddeyrarinnar, sem Akureyri dregur nafn af.  byggðist upp af framburði lækjar, sem rann um Búðargilið og var eign Stóra-Eyra…
Flugsafn Íslands
Upphaf Flugsafnsins Flugsafnið var stofnað á Akureyri þann 1. maí 1999. Kveikjan að stofnun safnsins var skortur á skýlisrými fyrir einkaflugvélar á …
Mel­gerðismelar
Fyrsti flugvöllur Akureyrar var inn á Melgerðismelum. Fram á því var sjóflugvélum flogið til Akureyar. Á Melgerðismelum er nú líka tamningastöð Hross…
Reykjavíkurflugvöllur
Vorið 1919 kom Rolf Zimsen, flugmaður og frændi borgarstjórnans Knud Zimsens, til landsins til að  aðstæður fyrir samgöngur í lofti á Íslandi. Honum l…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )