Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Krossanesborgir

Krossanesborgir
Mynd: Kort af Krossanesborgum af vef www.ust.is

Krossanesborgir

Þetta eru klettaborgir norðan Glerárhverfis og austan Hörgárbrautar. Þær bera ýmis ummerki  skriðjökulsins, sem mótaði þær. Í Stofuklöpp er bústaður huldufólks. Árið 1962 stóð til að hefja þar grjótnám og sprengiefni hafði verið komið fyrir, þegar verkstjóri frétti af huldufólksbyggð. Hann hafði strax samband við framkvæmdastjóra Krossanesverksmiðjunnar og verkið var stöðvað. Ungur piltur, sem var skyggn, var fenginn til að ræða við huldufólkið og eftir nokkra viðræðufundi við huldumann og ráðstefnu huldufólks í byggðinni féllst það á að flytja í aðrar klappir vestar í Borgunum.

Á milli Borganna eru mýrar og í þeim nokkrar tjarnir. Fuglalíf er fjölbreytt og meðal varpfugla eru jaðrakan, spói, hrossagaukur, lóa, kría, rjúpa, mávar og endur. Mýrargróður er fjölbreyttur. Á milli Sandgerðisbótar og Jötunheimavíkur er falleg strandlengja en þar er stuttur klettatangi, sem nefndur er Langitangi.

Við ströndina, sunnan við Krossanes, vex skarfakál innan um annan strandgróður. Djáknatjörn er skammt frá Lónsgili, norðarlega í Krossanesborgum. Hún er kennd við djákna, sem sagður er hafa drukknað í henni. Stórvaxin tjarnarstör ásamt lófót, reiðingsgrasi, engjarós og fergin prýða tjörnina. Þarna vax líka fimm tegundir nykru en alls hafa sjö slíkar fundizt á landinu. Þarna finnast langnykra (afarsjaldgæf), fjallnykra, grasnykra, þráðnykra og smánykra. Fleiri vatnajurtir er einnig að finna þarna og vatnaliljur voru gróðursettar þarna á áttunda áratugi 20. aldar.

Gönguleiðir

Gönguleiðir eru um svæðið og hafa verið merktir nokkrir gönguslóðar til að auðvelda gestum að njóta svæðisins. Þar liggur einnig forn þjóðleið nyrst á svæðinu. Góðar merkingar og upplýsingaskilti um svæðið er þar að finna.

Krossanes gönguleiðakortLengd: 4Km
Tími: 60min
Upphaf/Endir: Við Óðinsnes
Bílastæði: Við Óðinsnes

Áhugaverðir staðir: Fuglalíf, náttúra, klettaborgir

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )